Öryggishnappur
Dýrmætt öryggi
Vilt þú auka eigið öryggi eða ástvinar? Maka, foreldris eða annarra sem eiga stað í þínu hjarta?
Með öryggishnappi frá Securitas er auðvelt að kalla á hjálp þegar neyðin er stærst, t.d. vegna veikinda eða óhapps.
Einfallt, skilvirkt og öruggt
1
Neyðarkall
Þegar þrýst er á hnappinn berast boð til stjórnstöðvar Securitas, þar sem allar upplýsingar um notandann og aðstæður eru skráðar.
2
Talsamband
Um leið kemst á beint talsamband milli þín og stjórnstöðvar Securitas.
3
Viðbragð
Sérþjálfaðir öryggisverðir Securitas koma á vettvang, hleypa sér inn og aðstoða notandann.
4
Úrlausn
Sjúkrabíll og/eða læknir er sendur/kallaður á vettvang ef þurfa þykir. Securitas lætur aðstandendur vita af atvikinu.

Öryggi öllum stundum
Flestir vilja búa heima eins lengi og aðstæður leyfa – sumir jafnvel lengur! Með öryggishnapp um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt, t.d. ef þú glímir við veikindi eða dvelur ein/n á heimilinu í lengri eða skemmri tíma.
Ef eitthvað gerist er einfalt að láta vita, með því einu að þrýsta á hnappinn og virkja viðbragðsteymi Securitas. Við tryggjum nauðsynlega aðhlynningu eins fljótt og verða má og látum aðstandendur vita.
Öryggishnappinn má bera öllum stundum. Hann er vatnsheldur og notandi getur því tekið hann með sér í sturtu – þar sem óhöpp eru algeng.
Svona sækir þú um hnappinn
hjá Sjúkratryggingum Íslands
.
1
Sækja um
Heimilislæknir þinn eða sérfræðingur fyllir út og sendir umsókn um öryggishnapp til SÍ.
2
Umsókn svarað
Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir þér svar um afgreiðslu umsóknarinnar.
3
Senda beiðni
Þú óskar eftir öryggishnappi frá Securitas og Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir Securitas beiðni.
4
Uppsetning
Tæknimaður Securitas mætir heim til þín, setur hnappinn upp, gengur frá öllu, kennir þér á tækið, útskýrir ferlið sem fer í gang þegar ýtt er á hnappinn, sér um skráningu allra nauðsynlegra upplýsinga og fær afhenta lykla að húsnæði þínu.
5
Öryggi 24/7
Að lokinni uppsetningu er öryggi þitt tryggt með 24 tíma öryggisþjónustu frá Securitas.
Hvaða möguleikar eru í boði

Búnaður fyrir öryggis- og fallhnappa
Öryggishnappurinn tengist litlu stjórntæki sem sérfræðingar Securitas setja upp á heimilinu, í samráði við húsráðendur. Búnaðurinn er sítengdur við stjórnstöð Securitas, allan sólarhringinn árið um kring.
Öryggishnappinn getur notandinn borið á sér öllum stundum, í leik og starfi. Hann er rammgerður og vatnsheldur og virkar alls staðar innan heimilisins.
Til að auka enn frekar öryggi notanda má tengja reykskynjara á heimilinu, hurðanema og neyðartog við stjórnstöðina (greitt sérstaklega fyrir aukabúnað) og fá þannig alhliða vöktun á heimilinu allan sólarhringinn.
Snöggt viðbragð
Þegar boð frá neyðarhnappi berst í stjórnstöð Securitas bregst sérþjálfað starfsfólk strax við.

Öryggishnappar
Til að bera í armbandsól eða í hálsbandi innandyra. Léttir og einfaldir í notkun, rammgerðir og vatnsheldir.

Fallhnappar
Eru í senn öryggishnappar og fallskynjarar, sem líka skynja hreyfingu notandans. Ef hann liggur hreyfingarlaus í meira en 60 sekúndur eftir fall sendir hann neyðarboð til stjórnstöðvar og opnar sjálfkrafa fyrir talsamband við starfsfólk Securitas. Sérþjálfaðir öryggisverðir eru umsvifalaust sendir á vettvang.

Reykskynjari
Geta tengst við stjórnkerfi fyrir öryggishnappa og senda þannig reyk- og brunaboð beint til stjórnstöðvar Securitas sem strax gerir viðeigandi ráðstafanir.

Neyðartog
Veggfestur öryggisbúnaður, sérstaklega hannaður til notkunar á baðherbergjum. Virkar eins og öryggishnappur og sendir boð beint til stjórnstöðvar Securitas þegar hann er virkjaður.

Hurðarnemar
Senda boð til stjórnstöðvar Securitas ef hurð er opnuð. Hægt er að stilla vöktunartímann og laga að þörfum heimilisfólks.
Öryggi í áskrift
Fyrir öryggishnappinn sjálfan og alla tengda þjónustu greiðir notandi fast mánaðargjald.
Ef læknir metur það svo að einstaklingur hafi þörf fyrir neyðarhnapp þá er hægt að sækja um styrk frá Sjúkratryggingum Íslands til kaupa á þjónustunni.

Öryggið er alltaf fyrir hendi
Fyrstu viðbrögð skipta öllu máli
Óhöpp og óvænt veikindi gera ekki boð á undan sér. Í neyðartilvikum er mikilvægt hjálp berist strax, í stað þess að fólki liggi hjálparlaust jafnvel tímunum saman – illa kvalið eða í lífshættu.
Okkar þjónusta miðar að því að bregðast hratt og skipulega við, senda sérþjálfað fólk á staðinn, eða eftir atvikum sjúkrabíl og læknisaðstoð.

Amma og afi geta bæði verið með hnapp
Einn af fjölmörgum kostum stjórnkerfis fyrir öryggishnappa á heimilum er að fleiri en einn geta verið með öryggishnapp á hverju heimili. Kerfið býður upp á allt að þrjá hnappa á hverjum stað. Auk þess er möglegt að tengja hurðarnema, neyðartog og reykskynjara við kerfið.
Sjálfvirkt talsamband við stjórnstöð
Fallhnappur fyrir aukið öryggi
Þau sem kjósa aukið öryggi geta valið fallhnapp sem greinir fall þess sem ber hann auk þess að virka eins og hefðbundinn öryggishnappur.
Mögulegt er að ýta á hnappinn til að senda öryggisboð eða ef um fall er að ræða og viðkomandi liggur hreyfingarlaus í meira en 60 sekúndur sendir hnappurinn sjálfur boð beint á stjórnstöð Securitas sem bregst umsvifalaust við.
Fallhnapp má bæði bera um hálsinn eða í armbandsól.
Svona sækir þú um hnappinn
hjá Sjúkratryggingum Íslands
.
1 - Sækja um
Heimilislæknir þinn eða sérfræðingur fyllir út og sendir umsókn um öryggishnapp til SÍ.
2 - Umsókn svarað
Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir þér svar um afgreiðslu umsóknarinnar.
3 - Senda beiðni
Þú óskar eftir öryggishnappi frá Securitas og Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir Securitas beiðni.
4 - Uppsetning
Tæknimaður Securitas mætir heim til þín, setur hnappinn upp, gengur frá öllu, kennir þér á tækið, útskýrir ferlið sem fer í gang þegar ýtt er á hnappinn, sér um skráningu allra nauðsynlegra upplýsinga og fær afhenta lykla að húsnæði þínu.
5 - Öryggi 24/7
Að lokinni uppsetningu er öryggi þitt tryggt með 24 tíma öryggisþjónustu frá Securitas.
Sjúkratryggingar Íslands
Eyðublað til að sækja um styrk vegna leigu á öryggishnapp frá Securitas hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar


Hafþór Theódórsson
Öryggisráðgjafi


Heiða Björk Júlíusdóttir
Öryggisráðgjafi


David Trevor
Öryggisráðgjafi
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000
og fáðu nánari upplýsingar um öryggishnappinn og hvað hann getur gert fyrir þig og þína.