Öryggishnappur

Öryggishnappur Securitas

Öryggishnappur Securitas

Dýrmætt öryggi
Amma þín og afi eru mikilvægar persónur. Hvort sem þú ert afastelpa eða ömmustrákur þá viltu eiga þau að sem lengst. Öryggishnappur frá Securitas gæti tryggt þér og dýrmætasta fólkinu í lífi þínu margar ómetanlegar samverustundir.
Öryggi öllum stundum
Flestir kjósa að fá að dvelja heima hjá sér eins lengi og hægt er þegar aldurinn færist yfir. Hið sama gildir um þá sem glíma við veikindi eða afleiðingar slysa.

Með öryggishnapp Securitas um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt innan veggja heimilisins. Ef eitthvað kemur upp á er einfalt og fljótlegt að gera aðvart. Með neyðarhnapp við höndina býrðu við meira öryggi og aðstandendum þínum líður betur að vita af þér í öruggum höndum.

Öryggi í áskrift

Þú greiðir aðeins lágt mánaðargjald fyrir öryggishnapp Securitas, þann búnað og alla þá þjónustu sem honum fylgir. Ef læknir þinn metur það svo að þú hafir þörf fyrir neyðarhnapp þá getur þú fengið styrk frá Sjúkra­tryggingum Íslands til kaupa á þjónustunni.

Beint samband í einni snertingu

Öryggishnappur Securitas er einfalt tæki og fyrirferðarlítið. Þú berð öryggishnappinn um úlnlið eða háls. Hann er því alltaf innan seilingar ef óhapp, veikindi eða slys ber að höndum.

Þú einfaldlega ýtir á hnappinn og boðin berast samstundis til stjórnstöðvar Securitas.

Þú færð beint talsamband við sérþjálfað starfsfólk og öryggisverðir Securitas, sem eru alltaf á vakt, bregðast hratt og örugglega við.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000. Kynntu þér öryggishnappinn og hvað hann getur gert fyrir þig.

Tx4 1Þegar mikið liggur við
  • Ýttu á öryggishnappinn og boð berast til stjórnstöðvar Securitas sem hefur allar nauðsynlegar upplýsingar um þig.
  • Um leið kemst á beint talsamband milli þín og stjórnstöðvar. Öryggisvörður er með lykil að húsnæðinu og kemur á vettvang ef þörf krefur.
  • Sjúkrabíll og/eða læknir er sendur á vettvang ef þarf og Securitas lætur aðstandendur vita.
Svona sækir þú um Öryggishnapp Securitas hjá Sjúkratryggingum Íslands:
  • Heimilislæknir þinn eða sérfræðingur fyllir út umsókn um neyðarhnapp og sendir til SÍ.
  • Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir þér svar um afgreiðslu umsóknarinnar.
  • Þú óskar eftir öryggishnappi frá Securitas og Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir Securitas beiðni.
  • Tæknimaður Securitas mætir heim til þín, setur hnappinn upp, gengur frá öllu, kennir þér á tækið, útskýrir ferlið sem fer í gang þegar ýtt er á neyðarhnapp, skráir hjá sér nauðsynlegar upplýsingar og fær afhenta lykla að húsnæði þínu.
  • Að lokinni uppsetningu er öryggi þitt tryggt með 24 tíma öryggisþjónustu frá Securitas.

Umsóknarform til Sjúkratrygginga Íslands

Bæklingur á pdf-formi um Öryggishnapp Securitas

Careline Tx4