VIP-Þjónusta Securitas

Hjá Securitas starfa öryggisverðir sem hlotið hafa vandaða, faglega þjálfun í sérhæfðri öryggisgæslu. Á námskeiðunum og þeim æfingum sem tengjast þjálfuninni er byggt á íslenskum aðstæðum, bæði varðandi umhverfi, menningu og lagaumhverfi.   Skipulagning og framkvæmd þjálfunar er jafnframt unnin samvinnu við fjölmarga viðurkennda opinbera aðila á sviði öryggis- og löggæslu, bæði innlenda og erlenda.

Sérhæfðir öryggisverðir fyrirtækisins taka að sér akstur á gestum fyrirtækja og stofnana á milli staða og sameina þannig öryggi og þægindi við brottför eða komu til landsins. Í verkefnum af þessu tagi er hafður meðferðis nauðsynlegur búnaður s.s. regnhlíf, vatn og léttur hlífðarfatnaður. Starfsmenn eru bundnir trúnaði um öll mál viðskiptavina Securitas og undirrita samning þar að lútandi.