Varnir gegn vágestum

Varnir gegn vágestum - Öryggisnámskeið Securitas

Námskeiðið er samvinnuverkefni Samtaka verslunar og þjónustu, lögreglunnar og Securitas. Námskeiðið miðar að því að hver verslun komi sér upp ákveðnum öryggisbúnaði og starfsfólk fari á námskeið í réttum viðbrögðum til þess að öðlast vottun frá lögreglu. Hver verslun fær öryggishandbók sem starfsfólk getur skoðað ef upp koma erfiðar aðstæður. Allir þátttakendur fá viðurkenningu að loknu námskeiði.    

 

Á námskeiðinu verður farið yfir viðbrögð við ráni og þjófnuðum, meðhöndlun peninga og meðferð greiðslukorta. Farið verður yfir hvað rýrnun er, hvað gera skuli við innbrotum og hvernig öryggi á vinnustað skuli háttað. Lengd námskeiðsins er 3,5 klst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 20 nemendur.

Leiðbeinendur og námsefni 
Leiðbeinendur Securitas búa að áralangri reynslu á sviði öryggismála og námsefnið er það nýjasta á markaðnum, hvort sem um er að ræða fræðslu í rýrnun, skyndihjálp eða brunavörnum.