Vakt - SecuritasStöðug vakt er í stjórnstöð Securitas og starfsfólk bregst við samstundis ef eitthvað bjátar á. Ef boð berast frá skynjara er hringt jafnharðan í síma á heimilinu. Ef símhringingu er ekki svarað aka starfsmenn Securitas óðara á staðinn og grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Þeir eru með lykil að húsinu sem stjórnstöð fékk til varðveislu um leið og Heimavörn var sett upp á heimilinu.

Heimilið er í öruggum höndum Securitas og þú getur verið áhyggjulaus hvort sem þú ert heima eða að heiman.