Um Securitas

Í forystu í nær 40 ár

Securitas var stofnað árið 1979. Fyrstu verkefni fyrirtækisins voru öryggisgæsla fyrir ýmsa aðila í Smiðjuhverfinu í Kópavogi. Tveimur árum seinna var stofnuð ræstingaþjónusta Securitas og sinnti félagið þessum tveimur sviðum til ársins 1999 þegar ræstingaþjónustan var seld. Nú eru starfsmenn Securitas um 400 og þjóna þeir yfir tuttugu þúsund viðskiptavinum og þar af flestum af stærstu fyrirtækjum landsins.

Securitas veitir þjónustu víðs vegar um Ísland. Megin starfsstöð okkar er í Reykjavík, en einnig höfum við starfsstöðvar á Reykjanesi, Akureyri, Austurlandi, Selfossi, og í Borgarnesi. Securitas býður samskonar þjónustu um allt landið og sama vöruframboð.

Þjónustuframboð Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Vörur sem félagið selur eru tengdar öryggismálum og telja m.a. innbrotaviðvörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, myndavélakerfi, aðgangsstýrikerfi og slökkvikerfi.

Securitas er leiðandi fyrirtæki sem vinnur forvarnarstarf með það að markmiði að auka öryggi viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir að þeir verði fyrir tjóni.

Öflug tækniþekking og þjónustulund      

Securitas starfrækir stjórnstöð í Reykjavík og á Akureyri. Með öfluga tækniþekkingu og þjónustulund að leiðarljósi sinnir starfsfólk stjórnstöðvar þörfum viðskiptavina fyrirtækisins allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allan ársins hring. Sími stjórnstöðvar er 533-5533.

Forstjóri félagsins er Ómar Svavarsson.

Stjórn félagsins skipa:  

  • Guðlaug Kristinsdóttir, stjórnarformaður
  • Margit Robertet
  • Gunnar Karl Guðmundsson
 
Securitas Skeifunni 8
 
Skrifstofa Securitas er opin frá kl. 9:00 til kl. 17:00 alla virka daga.