Um hótelsvítuna

Má bjóða þér svítuna?

Hótelsvíta Securitas er sniðin að þörfum fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.

Svítan okkar er glæsilega búin tæknibúnaði, vörum og þjónustu sem hafa margsannað gildi sitt í öryggis- og forvörnum.  Hér búa viðskiptavinir okkar við þann lúxus að geta raðað saman á einum stað tæknilegum lausun og þjónustuþáttum sem uppfylla ströngustu öryggiskröfur.

Traust ráðgjöf, víðtækt vöruúrval og fjölbreytt þjónustuúrval gera Hótelsvítuna að hagkvæmum kosti, hvort sem um er að ræða hótelkeðjur, stærri hótel, lítil hótel eða smærri gististaði.