Þjónustuver

Starfsfólk þjónustuvers hefur hlotið víðtæka þjálfun, m.a. vegna þjónustu og tæknibúnaðar.

Hlutverk þjónustuvers er að vera í samskiptum við viðskiptavini Securitas, greina og bregðast við þjónustubeiðnum með öfluga tækniþekkingu og þjónustulund að leiðarljósi.

Verkferlar þjónustuvers segja til um hvaða ferill skal viðhafður við beiðnum, hvað skal gert, viðbrögð við frávikum og hverja skal hafa samband við sé þess þörf. Rafræn skráning er á öllum samskiptum sem berast til þjónustuvers og rekjanlegur ferill til loka afgreiðslu.

Símanúmer þjónustuversins er 580 7100 og það er opið frá kl. 8:00 til kl. 16:00 alla virka daga en auk þess er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið .