Tetra talstöðvar

TETRA talstöðvarnar frá Motorola eru hannaðar fyrir erfiðar aðstæður þar sem tryggja þarf örugg samskipti.   Tetra talstöðvarnar eru til í fjölmörgum  tegundum með mismunandi virkni eftir þörfum notenda við mismunandi aðstæður.   Securitas er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Tetra á Íslandi.  

tetra

 
MTM 5200
MTM 5400
MTP 3250
MTP 3550
MTP 6550

MTM 5200

MTM5200 TETRA talstöð

mtm5200 h

MTM5200 er grunn fyrirmynd í nýrri línu TETRA talstöðva. Hún deilir bættu hljóði og móttökunæmi með núverandi MTM5400, auk þess að vera TEDS-stöð (TETRA Enhanced Data Service), tilbúin fyrir háhraða gagnaþjónustu sem mun auka virkni.
Með besta móttökunæmi veitir MTM5200 virknisvið sem er leiðandi í iðnaðinum. Með sveigjanlegum möguleikum innleiðingar og háþróaðri radd- og gagnagetu (voice and data capabilities) styður hin fjölhæfa MTM5400 mikinn fjölda forrita, þar á meðal ákveðið stjórnherbergi, ökutæki, mótorhjól og sérsniðnar uppsetningar.
Þetta færir staðla endingar, frammistöðu og notkunar í nýjar hæðir. Stöðin, sem hönnuð er fyrir stofnanir þar sem harðgerðar og fjölhæfar talstöðvar eru nauðsynlegar, byggir á lykilþáttum Motorola sem hafa sannað sig í verki og á vettvangi TETRA og gerir upplýsingar aðgengilegar.

TÆKNIUPPLÝSINGAR

MTM 5400

MTM5400 TETRA talstöð

mtm5400 h

MTM5400 TETRA DMO Gateway/Repeater er TEDS-stöð (TETRA Enhanced Data Service) sem veitir framúrskarandi hljómflutning og háþróaða gagnatengingu til að svara mikilvægum samskiptaþörfum fagaðila, bæði í dag og á komandi tímum.
MTM5400 stöðin er leiðandi í iðnaðinum þar sem hún sameinar næmasta móttakarann og 10W sendi. Með sveigjanlegum möguleikum innleiðingar og háþróaðri radd- og gagnagetu (voice and data capabilities) styður hin fjölhæfa MTM5400 mikinn fjölda forrita, þar á meðal ákveðið stjórnherbergi, ökutæki, mótorhjól og sérsniðnar uppsetningar.

TÆKNIUPPLÝSINGAR

MTP 3250

MTP3250 TETRA harðgerð tvíátta talstöð

mtp3250 h

MTP3250, sem gædd er fjölda eiginleika, þar á meðal GPS og fullu lyklaborði, að auki veitir TETRA þjónustu heildarpakka. Viðbótar fjölhæfni fæst með Bluetooth tengingu fyrir aukahluti og samstarfsbúnað. Þessi TETRA stöð hefur verið bestuð til að veita framúrskarandi afköst í hljóðflutningi og endingu í notkun í háværum og krefjandi aðstæðum þar sem öryggi notanda er í

fyrirrúmi. Þessi stöð sameinar nýtt tengi á hlið fyrir aukinn grófleika. Við aukinn kraft eykst drægni og frammistaða innanhúss og hefur Motorola þess vegna bætt við Class 3L rafmagnstengi. Með þessu, að viðbættu miklu næmi, hefur stöðin alla burði til að viðhalda samskiptum í erfiðustu aðstæðum.

MTP3250 TETRA talstöðin uppfyllir kröfur um afköst, áreiðanleika og öryggi notanda. MTP3250 hefur verið hönnuð, með bestu kostum tvíátta almennings talstöðva (public safety radio), til að tryggja skýr og greinileg samskipti, jafnvel í erfiðustu aðstæðum.

Byggð til að endast

MTP3550 talstöðin er byggð samkvæmt hæstu gæðastöðlum og fer umfram alla 11 gæðaflokka í MIL-810 staðlinum. MTP2550 TETRA talstöðin, eins og allar Motorola TETRA talstöðvar, stenst „Accelerated Life“ próf sem líkir eftir 5 ára notkun; þessar prófanir tryggja að stöðin muni standast erfiðar aðstæður og endast sem dregur svo úr aukakostnaði.

 

TÆKNIUPPLÝSINGAR

 

MTP 3550

MTP3550 TETRA Talstöð

mtp3550 hBetrumbætt fyrir notendur almannaöryggis
MTP3550 TETRA talstöðin, með litaskjá og lyklaborði, uppfyllir kröfur um afköst, áreiðanleika og öryggi notanda.
MTP3550 færir notendum almannaöryggis helstu kosti, þar á meðal End-to-End dulkóðun, Man Down nema og titringsviðvörun. Innbyggt Bluetooth gerir tengingu við aukahluti og önnur tæki möguleg.
Þessi TETRA stöð er stillt til að veita framúrskarandi afköst í hljóðflutningi og endingu, hvort sem er háværum eða öðrum krefjandi aðstæðum. Á stöðinni er Class 3L rafmagnstengi, sem eykur drægni og árangur. Þar sem stöðin er búin miklu næmi er hægt að halda góðum samskiptum, jafnvel í mjög krefjandi aðstæðum.
Byggð til að endast
MTP3550 talstöðin er byggð samkvæmt hæstu gæðastöðlum og fer umfram alla 11 gæðaflokka í MIL-810 staðlinum. MTP3550 TETRA talstöð stenst „Accelerated Life“ próf sem líkir eftir 5 ára notkun; þessar prófanir tryggja að stöðin muni standast erfiðar aðstæður og endast, sem dregur svo úr aukakostnaði.

TÆKNIUPPLÝSINGAR

MTP 6550

MTP6550 TETRA Harðgerð talstöð

mtp6550 hMTP6550 TETRA talstöðin er hönnuð fyrir erfiðar aðstæður þar sem sterkbyggð og vatnsheld hönnunin tryggir örugg samskipti. Með talstöðinni fást skýr samskipti sem tryggir lágmarks hljóðbrenglun, jafnvel við hámarks hljóðstyrk, í innbyggðum hátalara eða viðtengdum hljóðnema.
Þar sem talstöðin er TEDS-stöð (TETRA Enhanced Data Service), veitir hún víðtæka gagnatengingu og staðbundna vistunarkosti fyrir starfsmenn og veitir þeim aðgang að nauðsynlegum upplýsingum þegar þörf krefur. Með innbyggðu Bluetooth gerir stöðin notendum kleift að tengjast ýmsum Bluetooth aukahlutum og gagnabúnaði (samstarfsbúnaði) án ytri breytis/millistykkis.

 

TÆKNIUPPLÝSINGAR