Sumarhúsavörn

Að verja sumarhúsið fyrir vá snýst ekki aðeins um efnislega hluti. Það snýst um það sem mestu máli skiptir, að þú og þín fjölskylda finnið til aukins öryggis vegna eigna sem erfitt getur verið að fylgjast með úr fjarlægð.

Sumarhúsavörn SecuritasÍ ljósi þess mikilvægis að huga vel að öryggismálum í sumarhúsi þínu, hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við aðstoðum þig við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínum. 

Fyrst langar okkur að benda á lausn sem gæti hentað þínu sumarhúsi.

Sumarhúsavörn Securitas vaktar sumarhúsið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Sumarhúsavörnin er beintengd stjórnstöð Securitas þar sem velþjálfað starfsfólk grípur strax til viðbragða.

 

Stjórnstöð Securitas

Starfsfólk stjórnstöðvar er á vakt allan sólarhringinn, allan ársins hring og hefur hlotið víðtæka þjálfun m.a. vegna  þjónustu, tæknibúnaðar, skyndihjálpar, viðbragða við eldi og í fyrirbyggjandi vörnum og eftirliti. Þjálfun sína hefur starfsfólk m.a. fengið hjá slökkviliði, björgunarsveitum, lögreglu og Neyðarlínunni 112.

Innbrotaviðvörun

Hreyfiskynjarar og skynjarar eru á hurðum og gluggum og senda boð um óæskilegan umgang til stjórnstöðvar og sírena á staðnum gerir strax viðvart.

Brunavörn

Reykskynjarar eru alltaf virkir og tengdir stjórnstöð Securitas.

Enginn stofnkostnaður á staðalbúnaði

Þú greiðir engan stofnkostnað af staðalbúnaði þegar þú færð þér Sumarhúsavörn Securitas. Við komum með kerfið á staðinn og setjum það upp, hratt og örugglega. Þú greiðir einungis mánaðarlegt þjónustugjald sem felur í sér fjarvöktun kerfisins og viðhald.

Staðalbúnaður Sumarhúsavarnar

2 x hreyfiskynjarar
1 x reykskynjari
1 x hurðarnemi
Stjórnborð
Sírena
Stjórnstöð
Uppsetning

Hægt er að bæta við eftirfarandi aukabúnaði til viðbótar í Sumarhúsavörnina: vatnsskynjara, gasskynjara, fjarstýringu, hitanema og rúðubrotsnema.