Stjórnstöð

Securitas hefur starfrækt stjórnstöð til móttöku á boðun viðvörunarkerfa frá árinu 1985. Í dag er stjórnstöðin ein af stærstu þjónustuverum á landinu með viðbragð og úrvinnslu mála sem er sambærileg við það besta sem gerist.

Starfsfólk stjórnstöðvar er að jafnaði um tuttugu manns sem sinna boðum og eftirliti með á þriðja tug þúsunda viðvörunarkerfa einstaklinga, heimila, fyrirtækja og stofnana, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Um sextíu þúsund skráningar á viðbragði eru árlega í gagnagrunni stjórnstöðvar.

Starfsfólk stjórnstöðvar hefur hlotið víðtæka þjálfun m.a. vegna þjónustu, tæknibúnaðar, skyndihjálpar, viðbragða við eldi og í fyrirbyggjandi vörnum og eftirliti. Þjálfun hefur m.a. verið fengin hjá slökkviliði, björgunarsveitum, lögreglu og Neyðarlínunni 112.

Hlutverk starfsfólks er að móttaka boð frá viðvörunarkerfum, greina og bregðast við.

Verkferlar stjórnstöðvar segja til um hvaða viðbrögð skulu viðhöfð við boðum, hvað skal gert, viðbrögð við frávikum og hverja skal hafa samband við sé þess þörf. Rafræn skráning er á öllum boðum sem berast til stjórnstöðvar og rekjanlegur ferill viðbragða er frá boðum til loka afgreiðslu. Öll samskipti í síma og í fjarskiptum eru hljóðrituð.

Viðbragðsstyrkur í útköll vegna boða frá öryggiskerfum er mikill.

Stjórnstöð Securitas hefur eftirlit með öryggi, viðveru og staðsetningu allra vakthafandi öryggisvarða Securitas hverju sinni með ferilvöktun og grípur til viðbragða við öll frávik frá verkferlum.  Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir hámarksöryggi í samskiptum.

Innra gæðaeftirlit Securitas fer yfir alla þætti þjónustu stjórnstöðvar. Það aðhald tryggir að farið sé eftir verklagi og að þjónustan sé í samræmi við væntingar verkkaupa og uppfylli gæðastaðal Securitas.