Snjallvakt Securitas - til vera viss um allt sé í lagi heima

 

snjallvakt mynd1

 
 

Lífsgæði og hugarró

Með Snjallvakt er auðvelt að ganga úr skugga um að allt sé í lagi heimavið. Með því að stilla saman
hugbúnað, heimilistæki og snjalltæki, stýrikerfi og eftirlitskerfi þá gefur Snjallvakt þér skýra
heildarmynd af stöðunni á hverjum tíma.

Heimilið í þínum höndum

Snjallvakt er einfaldlega ný hugsun sem léttir þér lífið á ótal vegu og gefur þér þægilega
öryggistilfinningu þar sem þú getur hvenær sem er gáð að því hvort allt sé í lagi á heimili þínu.
Snjallvakt setur heimilið í þínar hendur um leið og fjölskylda þín nýtur öryggis og allra þeirra þæginda
sem snjalltæknin hefur að bjóða.
 
Snjallvakt veitir öryggi með beintengingu við stjórnstöð Securitas sem er stöðugt á vakt.

Þægindi og yfirsýn

Leyfðu tækninni að gera líf þitt auðveldara með Snjallvakt Securitas, næstu kynslóð af öryggiskerfum
fyrir heimilið. Snjallvakt sameinar eiginleika hefðbundins öryggiskerfis og þau þægindi sem snjalltækin
veita okkur í leik og starfi.
Gegnum Snjallvakt getur þú séð hvort öryggiskerfið er á verði, hvort húsið er læst og eins haft auga
með orkunotkun heimilisins.
Snjallvakt lætur þig og Securitas vita um leið og eitthvað óvanalegt gerist svo hægt sé að bregðast
samstundis við ef með þarf. Þú getur svarað dyrasímanum meðan þú ert í ræktinni, séð hver hringir
bjöllunni, tekið úr lás, hleypt inn gestum, kveikt ljósin og jafnvel kveikt á kaffikönnunni ef svo ber undir.
Fáðu tilkynningu í símann þegar barnið þitt kemur heim úr skólanum.

Senur í Snjallvakt

Snjallvakt Securitas býður þér að stilla upp mismunandi senum fyrir heimili þitt. Hvernig viltu hafa
hlutina meðan þú ert að heiman? Hvernig viltu að íbúðin taki á móti þér? Hvernig viltu hafa lýsinguna
þegar þú kemur úr vinnunni?
Þú getur stillt Snjallvaktina eftir eigin höfði. Þetta þýðir að Snjallvaktin getur stillt á þá senu sem þér
hentar hverju sinni. Kósíkvöldið getur byrjað um leið og þú opnar útidyrnar.
 
 

Snjallvakt Ikon  Snjallvakt Securitas

Hafðu auga með heimilinu og vertu í óslitnu sambandi við fjölskylduna öllum stundum. Með Snjallvakt
er öryggiskerfið alltaf í gangi jafnvel þótt símasamband rofni eða skemmdir verði á stjórnborði.
Stjórnborð með þægilegu viðmóti á íslensku (eða öðru tungumáli ef það hentar) hjálpar til við að gera
allar aðgerðir þægilegar og einfaldar.

Snjallvakt Ikon NEG video  Myndeftirlit

Myndeftirlit Snjallvaktar sér til þess að þú getur gengið úr skugga um að allt sé í sómanum meðan þú
ert fjarri heimilinu. Sjáðu hver hringir bjöllunni og hleyptu þeim rétta inn.
Myndavélar með hreyfiskynjurum sjá til þess að ekkert fari framhjá vökulu auga Snjallvaktar sem sendir
þér myndskeiðin beint í símann eða annað snjalltæki.

Snjallvakt Ikon NEG Sjalfstyring  Sjálfstýring fyrir heimilið

Snjallvakt er hægt að tengja við flestöll snjalltæki heimilisins. Láttu Snjallvaktina minna þig á ef það
gleymist að setja öryggiskerfið á vörð eða slökkva ljósin á baðherberginu.
Hægt er að stilla upp mismunandi senum fyrir heimilið í Snjallvakt. Settu heimilið á sjálfstýringu þegar
þú ert að heiman og veldu þér þá senu sem tekur á móti þér þegar heim kemur.

Snjallvakt Ikon NEG Lykill 2  Aðgangsstýring

Stjórnaðu aðganginum að heimili þínu á einfaldan hátt. Gleymdist að læsta útidyrunum? Snjallvaktin
getur látið þig vita og boðið þér að læsa húsinu með snjallsímanum. Á sama hátt getur þú opnað fyrir
barninu þegar það gleymir lyklunum sínum.

Snjallvakt Ikon NEG hiti  Orkusparnaður

Sparaðu orku og lækkaðu rafmagnskostnaðinn með Snjallvakt. Stjórnaðu ljósum og hita í gegnum
snjalltækin þín.

SEC Snjallvakt Ikon neg hreyfisk  Hreyfiskynjarar

Snjallvakt Securitas notast við háþróaða hreyfiskynjara. Þeir eru með innbyggðum myndavélum sem
láta ekkert fram hjá sér fara, þráðlausir og auðvelt að setja þá upp.
Stilltu Snjallvaktina þannig að þú fáir áminningar um upptökur og myndskeið og sérsniðnar upplýsingar.
Eru dýr á heimilinu? Láttu Snjallvaktina sjá um að senda þér aðeins þau myndskeið sem skipta máli.

Snjallvakt Ikon NEG ljos  Ljósastýring

Stjórnaðu lýsingunni í mismunandi vistarverum með því að setja upp þá senu sem hentar. Með einfaldri
skipun getur þú stillt stofuna á kósíkvöld í gegnum Snjallvakt.

Snjallvakt Ikon NEG vatn  Vatns-, gas- og brunavarnir

Reykskynjarar, vatnsskynjarar og gasskynjarar mynda þéttriðið öryggisnet sem er alltaf á Snjallvakt og
senda samstundis boð ef bruna eða leka verður vart.
 

Stjórnstöð Securitas er á vaktinni með þér allan sólarhringinn, árið um kring og bregst umsvifalaust við ef öryggiskerfið fer í gang.

 
 
husidogicon

Sniðug lausn fyrir snjallheimilið

Snjallvakt er ný þjónusta frá Securitas sem hönnuð er fyrir heimili og fjölskyldulíf nútímans.
Í dag eru tölvur, snjallsímar og spjaldtölvur hluti af daglegu lífi okkar flestra. Láttu tæknina vinna með
þér og nýttu alla kosti hennar með því að samþætta tækin á heimilinu.
Snjallvakt er kerfi sem auðveldar lífið og snjallvæðir öryggi fjölskyldu þinnar.

Óslitið öryggi

Lagaðu Snjallvakt að heimili þínu og léttu þér lífið með snjöllum lausnum. Um leið heldur kerfið utan um
öryggi þitt og þeirra sem þú elskar.
Með kerfinu fylgir forrit í snjallsíma sem er einfalt og þægilegt í notkun. Hægt er að velja um viðmót á
íslensku, ensku eða velja úr fjölda annarra tungumála. Þú getur opnað stjórnborð Snjallvaktar gegnum
vinnutölvuna, snjallsímann eða spjaldtölvuna, hvar sem þú ert, í öruggu sambandi við heimilið.
Snjallvakt Securitas auðveldar þér að fylgjast með því að allt sé í lagi heimavið og veitir þér óslitið
öryggi, öllum stundum.
 
Stjórnstöð Securitas stendur vaktina með þér allan sólarhringinn.