Slökkvitæki

Slökkvitækja þjónusta SecuritasSlökkvitæki eru nauðsynleg inn á hvert heimili. Ef eldur kemur upp er nauðsynlegt að geta brugðist snögglega við og gripið til nærliggjandi slökkvitækis. Með því er hægt að koma í veg fyrir tjón.

Algengustu tækin eru 6 kg dufttæki og eða léttvatnstæki.

Duftslökkvitæki eru ætluð á alla elda. Oft getur þó þurft að nota vatn á eftir til að tryggja að búið sé að slökkva alla glóð.
Léttvatnstæki eru með froðublöndu. Þau er hægt að nota á eld í föstum efnum og auk þess á eld í olíu og feiti. Varast skal að nota léttvatnstæki á rafmagnstæki sem eru í sambandi.

Það er afar mikilvægt að slökkvitækin séu á réttum stöðum á heimilinu og fjölskyldumeðlimir viti hvar þau eru. Ekki er þó nóg að eiga slökkvitækið, það þarf að yfirfara það árlega og býður Securitas þjónustu vegna slökkvitækja og viðhalds á þeim.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um eldvarnir heimilins hjá öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við aðstoðum þig við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínum.

Hægt er sjá úrval slökkvitækja í Vefverslun Securitas


SECURITAS MÆLIR MEÐ:

Duftslökkvitæki í bílinn - SecuritasBÍLLINN
Handhægt 2 kg. duftslökkvitæki sem hentar vel í bílinn. Slekkur alla elda. Bílafesting fylgir.

Duftslökkvitæki í bílskúrinn - SecuritasBÍLSKÚRINN
6 kg. duftslökkvitæki sem hentar vel í bílskúrinn. Slekkur alla elda og ræður sérstaklega vel við gas- og olíuelda.

Léttvatnsslökkvitæki fyrir heimilið - SecuritasHEIMILIÐ
Vandað 6 lítra léttvatnsslökkvitæki sem gott er að hafa miðsvæðis á heimilinu. Slökkvitækið inniheldur hreinlegt slökkviefni og slekkur alla elda nema gaselda.

Duftslökkvitæki fyrir sumarhúsið - SecuritasSUMARHÚSIÐ
6 kg. duftslökkvitæki sem nauðsynlegt er í sumarhúsið. Slökkvitækið ræður vel við alla elda.

Duftslökkvitæki fyrir gasgrill - SecuritasGASGRILLIÐ
Handhægt 2 kg. duftslökkvitæki sem gott er að hafa við hlið gasgrillsins. Slekkur alla elda.

Duftslökkvitæki fyrir gaseldavél - SecuritasGASELDAVÉLIN
6 kg. duftslökkvitæki sem ræður sérstaklega vel við gaselda. Fyrir þá sem eru með gaseldavél á heimilinu er einnig nauðsynlegt að hafa gasskynjara.

Eldvarnarteppi - SecuritasELDVARNARTEPPI
Nauðsynlegt er hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu. Teppið skal hafa nálægt eldavélinni þar sem það hentar sérstaklega vel til þess að kæfa eld í pottum. Securitas mælir með eldvarnarteppi fyrir heimilið í stærðinni 100 x 100 cm.

SJÚKRAKASSI
Mikilvægt er að sjúkrakassi sé á hverju heimili. Hann verður að innihalda það nauðsynlegasta sem grípa þarf til ef slys ber að höndum.

 

 Á vef Mannvirkjastofnunar má finna upplýsingar um mismunandi flokka og gerðir slökkvitækja, ásamt leiðbeiningum um val og notkun á slíkum tækjum.  Hægt er að sjá bækling frá Mannvirkjastofnum með því að smella á:  Mannvirkjastofnun_MVS_165_BR1.pdf