Skyndihjálp

Skyndihjálp - Öryggisnámskeið Securitas 
Boðið er upp á kennslu í skyndihjálp sem er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis, en hægt er að velja um fjögur mismunandi námskeið. Notast er við nýjasta námsefni Rauða kross Íslands og kennslubrúður í endurlífgun. Einnig er í boði kennsla í notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja (AED). Allir þátttakendur fá skírteini og viðurkenningu að loknu námskeiði.

 

Leiðbeinendur og námsefni 
Leiðbeinendur Securitas búa að áralangri reynslu á sviði öryggismála og námsefnið er það nýjasta á markaðnum, hvort sem um er að ræða fræðslu í rýrnun, skyndihjálp eða brunavörnum.