Sérstök verkefni

Sérstök verkefni - SecuritasÞarfir viðskiptavina geta verið afar ólíkar en í sumum tilvikum er um tímabundnar þarfir að ræða. Securitas sérhæfir sig í að skilgreina lausnir sem geta verið blanda af mannaðri gæslu og tæknilausnum en þær eru umfram allt byggðar á þörfum og áherslum þjónustukaupa hverju sinni og taka mið af því að tryggja öryggishagsmuni hans.

Algengt er að viðskiptavinir fyrirtækisins þurfi á aðstoð við öryggisgæslu að halda tímabundið vegna sérstakra aðstæðna. Oftast er um tímabundið verkefni að ræða sem Securitas getur tekið að sér með stuttum fyrirvara. Þarfir viðskiptavina eru sérstaklega skilgreindar og gerður er þjónustusamningur um verkefnið. Hann tekur mið af skilgreindum þörfum, áherslum og tímamörkum vegna verkefnisins. Sérverkefni af þessu tagi eru því þjál lausn fyrir þjónustukaupa til þess að mæta tímabundnum þörfum hans um aukið öryggi og sérsniðna lausn með hliðsjón af því.

Sem dæmi um sérverkefni má nefna staðbundna öryggisgæslu í skilgreindan tíma, dyravörslu og almenna gæslu á tónleikum, íþróttakappleikjum og stærri viðburðum af ýmsu tagi. Sérverkefnalausnir, sem taka mið af mönnuðu eftirliti af þessu tagi, eru einkar hentugar lausnir þar sem erfitt er að koma tæknilausnum við.