Securitas sér um slökkvikerfi fyrir Landsvirkjun

landsvirkjun logo2Securitas og Landsvirkjun skrifuðu í vikunni undir verksamning til þriggja ára. Samkvæmt samningnum mun Securitas sjá um uppsetningu sjálfvirkra slökkvikerfa í 8 aflstöðvum Landsvirkjunar ásamt almennu viðhaldi. Slökkvikerfið er þess eðlis að ef upp kemur eldur sprautar kerfið lofttegund út í rýmið sem minnkar súrefni og eldur slokknar, í stað þess að nota vökva eða duft með tilheyrandi tjóni. Landsvirkjun starfrækir fjórtán vatnsaflsstöðvar og tvær jarðvarmastöðvar víðs vegar um landið á fimm starfssvæðum.

Securitas var lægstbjóðandi í verkið byggt á verðfyrirspurn frá Landsvirkjun. Landsvirkjun leggur ríka áherslu á öryggismál og hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við Securitas varðandi eftirlit og öryggismál

Á myndinni má sjá forsvarsmenn fyrirtækjanna við undirskrift samnings, vinstra megin er Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri Orkusviðs og við hlið hans er Pálmar Þórisson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Securitas.

Einar Pálmar handsal2