Rauði jakkinn

Allir öryggisverðir Securitas hafa hlotið öryggisvarðaþjálfun og eru vel þjálfaðir í aðstæðum sem oft blasa við þeim sem eru fyrstir á vettvang óhappa. Securitas hefur hinsvegar ákveðið að stíga skrefið lengra og bjóða viðskiptavinum sínum upp á enn betri og sérhæfðari þjónustu með því að auka þjálfun Viðbragðsteymis Securitas. í samvinnu milli Securitas Skólans og Sjúkraflutningaskóla Íslands hafa átta öryggisverðir farið í gegnum stíft nám í vettvangshjálp og undirbúning fyrir sjúkraflutning. Sérþjálfaðir starfsmenn Securitas munu því í framtíðinni tryggja, ef svo ber undir með enn skilvirkari hætti en áður hefur þekkst að hnappþegar fái besta mögulegan undirbúning fyrir flutning á sjúkrahús eða komu sérfræðinga svo sem sjúkraflutningsmanna og lækna .

Þeir öryggisverðir, í viðbragðsteymi Securitas, sem hafa farið í gegnum námið eru klæddir í rauðan öryggisvarðajakka sem aðgreinir þá frá hefðbundnum öryggisvörðum í Svörtu jökkunum. „ Markmið Securitas er að sem flestir öryggisverðir í viðbragðsteymi fyrirtækisins fari í gegnum þessa þjálfun. Stefna Securitas er að veita ætíð frábæra þjónustu og við erum stolt af þessari viðbót við þjónustuframboðið okkar.

Securitas hefur í áraraðir boðið viðskiptavinum sínum upp á Öryggishnappa og þjónustu í kringum hnappinn. Öryggishnappur Securitas er einfalt og fyrirferðarlítið öryggistæki , sem er borinn um háls eða úlnlið og er alltaf innan seilingar. Verði óhapp, veikindi eða slys innan heimilisins þá er nóg að ýta á hnappinn til þess að komast í beint talsamband við stjórnstöð Securitas. Þar er sérþjálfað starfsfólk á vakt 24 tíma á sólarhring alla daga ársins. Aðstoð er strax veitt í gegnum talsamband við hnappþega og um leið er viðbragðsteymi sent heim til viðkomandi.

Öryggishnappurinn er til þess ætlaður að veita fólki öryggi á heimili sínu í þeim tilgangi að það geti búið þar sem lengst, ásamt því að bæta lífsgæði þess. Einn af kostum hnappsins er sá að hann dregur verulega úr áhyggjum aðstandenda sem vita af sínum nánustu í öruggum höndum öllum stundum. Þjónustan stendur öllum til boða en Sjúkratryggingar Íslands greiða niður hluta af kostnaðinum fyrir skjólstæðinga sína.

raudirjakka net

Á myndinni má sjá fyrsta útskriftarhóp viðbraðgsteymis Securitas. Þessir átta öryggisverðir fóru í gegnum strembið nám í Sjúkraflutningskóla Íslands og luku prófum með miklum glans. Þeir munu hér eftir klæðast Rauðum jökkum sem aðgreinir þá frá öðrum öryggisvörðum.  Viðbragðsteymið tryggir að viðskiptavinir Securitas fái besta mögulegan undirbúning fyrir flutning á sjúkrahús, eða komu sérfræðinga svo sem sjúkraflutningsmanna og lækna ef svo ber undir.