Rásaskipt brunaviðvörunarkerfi

Brunaviðvörunarkerfi - SecuritasRásaskiptri brunaviðvörunarstöð er skipt upp í rásir sem eru lagðar þannig að skynjarar á sömu rás eru settir upp á skilgreindu svæði byggingarinnar. Hver rás má mest hafa 20 skynjara og/eða handboða.

Þegar skynjari í rásaskiptu kerfi skynjar eld, getur stöðin ekki sýnt nákvæma staðsetningu eldboða, heldur aðeins á hvaða rás eldboð koma. Til þess að geta staðsett eldboðin nákvæmlega þarf því að finna þann skynjara á viðkomandi rás sem gefur eldboð. Skynjari í rásinni sem skynjar eld sýnir merki um eldboð með því að á honum logar rautt ljós. Í dag eru almennt ekki notaðar stærri rásaskiptar stöðvar en átta rása.

 

Rásaskiptar stöðvar eru notaðar í minni byggingum þar sem ekki þarf að skipta húsnæði í mörg svæði og skynjarafjöldi tilheyrandi hverju svæði er innan við 20.

Hægt er að tengja þráðlausar einingar (skynjara, sírenu, blikkljós og stýrieiningar) við brunastöðina þar sem það hentar, t.d. þar sem ekki er hægt með góðu móti að koma við lögnum eða þær of kostnaðarsamar. Hægt er að blanda saman víruðum og þráðlausum einingum í sama kerfi.