Rán og rýrnun

Rán og rýrnun - Öryggisnámskeið Securitas 
Námskeiðið miðar að því að kenna starfsmönnum rétt viðbrögð við ránum og þjófnuðum, en mikilvægt er að starfsmenn beri sig rétt að við þessar aðstæður. Allir þátttakendur fá viðurkenningu að loknu námskeiði. 

Á námskeiðinu verður farið yfir viðbrögð við ráni og þjófnaði, hvernig hægt er að minnka líkur á ránum og rýrnun og hvert hlutverk stafsmannsins er í þessum aðstæðum. Lengd námskeiðsins er 3,5 klst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 20 nemendur.

 

Leiðbeinendur og námsefni 
Leiðbeinendur Securitas búa að áralangri reynslu á sviði öryggismála og námsefnið er það nýjasta á markaðnum, hvort sem um er að ræða fræðslu í rýrnun, skyndihjálp eða brunavörnum.