Slökkvitæki

Slökkvitæki er eitt mikilvægasta öryggistækið

Ómissandi þáttur í öryggismálum á öllum stöðum. 

Mikilvægt er að velja slökkvitæki sem henta aðstæðum á hverjum stað og nokkuð algengt að nauðsynlegt sé að vera með fleiri en eina tegund slökkvitækja á völdum stöðum.

Securitas býður upp á úrval vandaðra og áreiðanlegra slökkvitækja:

Ólíkar gerðir

Að velja rétt slökkvitæki

Við val á slökkvitækjum og eða slökkvikerfum er mikilvægt að hafa í huga hverskonar eldur getur mögulega komið upp. Eldar eru flokkaðir í 5 flokka sem eru:

  • A. Föst efni
  • B. Eldfimir vökvar
  • C. Gasefni
  • D. Málmar
  • F. Steikarfeiti
Slökkvitæki eru merkt með þeim bókstaf eða bókstöfum sem tákna þær tegundir elds sem tækið er hannað fyrir. Mikilvægt er að velja eitt eða fleiri tæki sem ná yfir þá flokka sem mögulegur eldur getur tilheyrt. 
Duftslökkvitæki, 6 kg

Slökkvitækin

Brunavarnir námskeið í meðferð slökkvitækja Slökkvitæki

Ólíkar gerðir

Duftslökkvitæki og léttvatnsslökkvitæki eru algengust

Til eru tvennskonar tæki til almennrar notkunar á heimilum og fyrirtækjum en það eru duftslökkvitæki og léttvatnstæki.

Helsti munur á þessum slökkvitækjum er að með dufttæki er úðað dufti yfir og á eldinn sem vinnur efnafræðilega á eldinum og skilur eftir sig hvítkorna duft.  Með léttvatnstæki er vatni blandað íblöndunarefni sem eykur slökkvimiðlunina sprautað að rótum eldsins. 

Slökkvitækjaþjónsta

Miklvægt að yfirfara öll slökkvitæki einu sinni á ári

Afar mikilvægt er að fara einu sinni á ári yfir öll slökkvitæki að öðrum kosti geta þau brugðist þegar á reynir.

Securitas veitir vandaða og faglega slökkvitækjaþjónustu þar sem þau eru prófuð og slökkvimiðlar endurnýjaðir.

Þú kemur með slökkvitækið til okkar og færð það til baka ný yfirfarið með nýrri áfyllingu í fullkomnu lagi.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.