Slökkvitæki fyrir lithium elda

Vertu viðbúin ef kviknar í tæki með hleðslurafhlöðum.

Með stóraukinni notkun lithium hleðslurafhlaða er nauðsynlegt að geta brugðist við ef kviknar í þeim eða þær valda íkveikju vegna hita.

Securitas býður vandað 6 lítra sérhannað slökkvitæki fyrir lithium elda. 

Sérhannað slökkvitæki fyrir elda sem kvikna út frá hleðslurafhlöðum

Lithium slökkvitæki

Við mælum með 6 lítra vatnsslökkvitæki fyrir lithium elda. Sérhannað slökkvitæki til að takast á við elda í lithium hleðslurafhlöðum.

Tækið inniheldur vatn með Imprex C slökkviefni sem er sérstaklega gert til að slökkva eld í brennandi lithium hleðslurafhlöðum allt upp í 642 Wh að stærð.

Tækið er 100% flúorfrítt og því umhverfisvænni kostur.

Slökkvitækið er í flokki A – sem er fyrir slökkvitæki sem eru ætluð til að slökkva í föstum efnum. Tilvalið að bæta þessu tæki á heimilið, í sumarhúsið eða í fyrirtæki og staðsetja það nálægt þeim stöðum þar sem reglulega er verið að hlaða búnað með lithium hleðslurafhlöðum.

Veggfesting fylgir.

Sjáðu slökkvitækin í notkun

Æfingar með lithium slökkvitæki

Eldar sem kvikna í lithium rafhlöðum geta kviknað snögglega og breiðs hratt út. Vertu viðbúin með því að vera með reykskynjara í öllum rýmum sem tæki og búnaður er hlaðinn í og vertu með lithium slökkvitæki á vísum stað.

Slökkvitæki með ólíka eiginleika

Slökkvitækjaþjónusta

Mikilvægt að yfirfara öll slökkvitæki einu sinni á ári

Afar mikilvægt er að fara einu sinni á ári yfir öll slökkvitæki að öðrum kosti geta þau brugðist þegar á reynir.

Securitas veitir vandaða og faglega slökkvitækjaþjónustu þar sem þau eru prófuð og slökkvimiðlar endurnýjaðir.

Þú kemur með slökkvitækið til okkar og færð það til baka ný yfirfarið með nýrri áfyllingu í fullkomnu lagi.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.