Reykskynjarar

ÓMISSANDI HLUTI AF ÖRYGGISMÁLUM FYRIRTÆKJA OG HEIMILA

Reykskynjarar eru ómissandi þáttur í öryggismálum allra heimila og fyrtækja. 

Afar mikilvægt er að velja reykskynjara sem henta aðstæðum á hverjum stað. Á heimilum er mikilvægast að hafa reykskynjara í svefnrýmum en mjög gott er að hafa reykskynjara í hverju rými. Ef þess er ekki kostur þá er rýmum forgangsraðað eftir því var líklegast að eldur geti komið upp.

Reyksynjarar hjá Securitas eru fáanlegir í mörgum útfærslum s.s. stakir skynjarar, samtengjanlegir skynjarar og skynjarar sem tengjast öryggiskerfum líkt og Heimavörn, Sumarhúsavörn og FIrmavörn.

Reykskynjarar

Endurnýjun á rafhlöðum

Miklvægt að reykskynjarar séu yfirfarnir reglulega

Nauðsynlegt er að reykskynjarar séu yfirfarðir regluleg og virkni þeirra prófuð. Lykilatriði er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum með reglulegu millibili eftir tegund og endingu rafhlaðna.

Einfaldir í uppsetningu

Þráðlausir reykskynjarar

Reykskynjarar eru til í mörgum útfærslum hjá Securitas bæði þráðlausir og einnig þeir sem eru tengdir með köpplum við brunaviðvörunarkerfi.

Þráðlausir reykskynjarar eru mjög einfaldir í uppsetningu en við mælum alltaf með því að þeir séu skrúfaðir upp í loft á þeim stöðum þar sem líklegast er að reykur safnist saman verði reykmyndun í rýminu.

Mögulegt er að tengja saman sumar gerðir af þráðlausum reykskynjurum þó þeir séu ekki tengdir kerfi. Þetta eykur öryggi en frekar þar sem allir fara í gang ef einn skynjar reyk.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.