Gasskynjarar
Ekki taka áhættu – vertu með gasskynjara
Gasskynjararnir nema algengustu tegundir af gasi sem eru propane og butane. Mögulegt er að setja upp sjálfstæða skynjara sem eru ýmist með rafhlöðum eða tengdir við rafmagn en einnig er hægt að velja gasskynjara sem tengjast stjórnstöð fyrir Heimavörn, Sumarhúsavörn og eða Firmavörn.
Gasskynjarar eru nauðsynlegir á þeim stöðum þar sem gas er notað við eldun og eða hitun. Mjög miikilvægt að vera með virka gasskynjara til þess að nema gasleka ef þeir koma upp.
Hjá Securitas er bæði hægt að fá gasskynjara fyrir 12V og 230V. 12V skynjarar eru gjarnan notaðir í ferðavögnum, hjólhýsum og húsbýlum en 220V í heimahúsum, fyrirtækjum og sumarhúsum.
Þegar gasskynjari nemur gas fer sírena af stað frá skynjarnum sjálfum. Hins vegar ef skynjarinn er tengdur við kerfi líkt og Heimavörn, Sumarhúsavörn og eða Firmavörn þá fer einnig af stað sírena í kerfinu sjálfu og boð eru send til stjórnstöðvar Securitas sem bregðast strax við.
Kíktu á skynjara sem eru í boði:
Gasskynjarar
Auðvelt að bæta við gasskynjara
Vertu ávalt með gasskynjara þar sem gas er notað
Auðvelt er að bæta gasskynjara við Heimavörn, Sumarhúsavörn og eða Firmavörn og þannig fylgjast með skynjaranum í appi líkt og hægt er að gera með annarsskonar skynjara líkt og reykskynjara, vatnsskynjara og hitaskynjara. Til þess að tengja gasskynjara við Heimavörn, Sumarhúsvörn og eða Firmavörn sem viðbót er best að hafa samband við Securitas og fá tæknimann í verkið.
Ef keyptir eru stakir gassskynjarar þá eru þeir mjög auðveldir í uppsetningu. Eina sem þarf að gera er að festa þá tryggilega og ganga úr skugga um að þeir séu með nýjum rafhlöðum.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.