Öryggisvörður - sérhæfð öryggisgæsla

Sérhæfðir öryggisverðir fyrirtækisins eru valdir sérstaklega til starfans. Þeir byggja á 5 til 15 ára starfsreynslu ýmist sem almennir öryggisverðir, í störfum við löggæslu, sérhæfða öryggisgæslu, lífvörslu, slökkvilið, sjúkraflutninga, hermennsku, almannavarnir, verðmætaflutninga, viðburðastjórnun og fleiri tengd störf sem nýtast þeim vel í starfi sérhæfðra öryggisvarða.

Öryggisverðir í sérhæfðri öryggisgæslu fávíðtæka og sérhæfða þjálfun með hliðsjón af því hlutverki sem þeim er ætlað að gegna. Þjálfunin tekur m.a. til þess að kenna áhættugreiningu í krefjandiverkefnum sem er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, eða atburða af einhverju tagi, til að tryggja sem best öryggi í verkefnum í tengslum við viðburðastjórnun eða í öðrum verkefnum þar sem sérhæfðs öryggis er krafist eða þar sem miklar öryggiskröfur eru gerðar.

 

Þjálfun og hæfni

Námskeið fyrir sérhæfða öryggisverði Securitas uppfylla ISO9001 staðalinn. Við þjálfun þeirra er að miklu leyti byggt á samstarfi við fagaðila bæði á Íslandi ogí Danmörku.  Öflug persónuleikagreining ásamt bakgrunnskoðun fer fram á öllum aðilum í sérhæfðri öryggisgæslu.   

Að þjálfun sveitarinnar hafa meðal annars komið:

Securitasskólinn- Samninganefnd sérsveitar ríkislögreglustjóra

Landhelgisgæslan - Sérverkefnadeild - Brunavarnir Suðurnesja - Sigmenn

Wilderness safety - DanishFlyvevåbnet - G4S –alþjóðlegtörygisfyriræki

Í þjálfunarferli sérhæfðra öryggisvarða er farið ítarlega yfir áhættugreiningu, skipulag, markviss viðbrögð við váatburðum sem og almenna fagmennsku í störfum við sérhæfða öryggisgæslu.

Að auki eru öryggisverðir eru þjálfaðir í hreinsun vettvangs og þá sérstaklega vegna hlerunarbúnaðar og falina myndavéla eða upptökubúnaðar.

Við þjálfun sérhæfðra öryggisvarða er meðal annars farið í eftirfarandi þætti:

Öryggisvitund – Öryggisleit – Áhættugreiningu – Fylgd – Akstur - Björgun – Sérhæfða skyndihjálp - Lög og reglugerðir – Sjálfsvörn og fleira