Öryggismyndavélar fyrir heimili

Öryggismyndavélar hafa margsannað gildi sitt

Þegar kemur að því að bæta öryggi eru öryggismyndavélar fyrir heimili mjög mikilvægar og þægilegar. Myndavélarnar hafa mikinn fælingarmátt gagnvart innbrotum og þjófnaði en ekki síður þægilegar þegar kemur að því að kanna stöðu mála hvar sem eigendur eru staddir.

Aukið öryggi

Vandað úrval öryggismyndavéla

Securitas býður upp á fjölbreytt úrval öryggismyndavéla fyrir heimili allt frá einföldum öryggismyndavélum sem einstaklingar geta sett upp sjálfir yfir í flóknari vélar sem eru tengjanlegar við öryggiskerfi og eða myndavélakerfi.

Þegar velja á öryggismyndavélar fyrir heimili er gott að kynna sér úrvalið í netverslun og leita til öryggissérfræðinga Securitas ef þig vantar aðstoð. 

 
 
 

Öryggismyndavélar fyrir heimili

Ólíkar gerðir

Hluti af öryggiskerfi eða sjálfstæðar öryggismyndavélar

Myndavélar til notkunar utanhúss þurfa að vera með dag/nótt virkni.  Þegar birtustig fer niður fyrir ákveðið stig skiptir myndavélin frá lit yfir í svart/hvíta mynd.

Myndavél í svart/hvítum ham er mun ljósnæmari en myndavél í lit og nær hún því betri myndum í myrkri. Einnig er mikilvægt að myndavélarnar séu í húsi sem verndar þær gegn veðri og vindum. 

Vegna breytilegs birtustigs utandyra er æskilegt að velja myndavél með sjálfvirku ljósopi (Auto Iris). Slík vél ræður betur við breytilegt birtustig.

Uppsetning

Viðskiptavinir geta valið búnað sem þeir geta sett upp sjálfir eða búnað sem kallar á aðstoð sérfræðinga.

Hjá Securitas fást öryggismyndavélar fyrir heimili í vönduðu úrvali. Mögulegt er að velja einfaldar en öflugar vélar sem viðskiptavinir geta sett upp sjálfir.

Einnig er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við uppsetningu þeirra. Ef valinn er flóknari búnaður er nauðsynlegt að kalla til sérfræðinga Securitas til að tryggja rétta uppsetningu og virkni á búnaði.

Nýjung

Dyrasími með þráðlausri bjöllu og tengingu við snjallsíma

Nýjung fyrir heimili er rafhlöðudrifin dyrabjalla með þráðlausri bjöllu. Engar áhyggjur af vírum og allt fer beint í símann. Svaraðu þegar þú ert í sumarfríi og fáðu tilkynningu ef einhver gengur framhjá.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.