Notkun slökkvitækja

Notkun slökkvitækja - Öryggisnámskeið Securitas
Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig minnka má líkur á því að eldur kvikni, frágangsþætti sem þurfa að vera í lagi og hvernig bregðast eigi við þegar eldur kviknar. Skoðaðar eru mismunandi gerðir slökkvitækja og slökkvibúnaðar og virkni þeirra. Í lok námskeiðsins er verkleg æfing í notkun slökkvitækja. Allir þátttakendur fá viðurkenningu að loknu námskeiði.

Á námskeiðinu verður farið í upptök og orsök bruna, mismunandi gerðir elds, slökkvitæki og slökkvikerfi ásamt viðunandi eldvaranafrágangi. Lengd námskeiðsins er 2,5 klst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 15 nemendur.

Leiðbeinendur og námsefni
Leiðbeinendur Securitas búa að áralangri reynslu á sviði öryggismála og námsefnið er það nýjasta á markaðnum, hvort sem um er að ræða fræðslu í rýrnun, skyndihjálp eða brunavörnum.