Námskeið - Ráðgjöf

Ráðgjöf
Í stórum hópi starfsmanna Securitas er að finna starfsmenn með áralanga og víðtæka reynslu á sviði öryggismála. Margir þessara starfsmanna eru meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði og hafa því verið fengnir til ráðgjafastarfa og til þess að sitja í ráðum og nefndum sem fjalla um hvers konar öryggismál í samfélaginu. Securitas getur boðið ráðgjöf á ýmsum sviðum öryggismála án þess að því fylgi nokkur skuldbinding um að búnaður eða þjónusta sé keypt af fyrirtækinu.

 

Námskeið
Securitas hefur um árabil haldið námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem hæfni starfsmanna þeirra til að geta brugðist við frávikum í öryggislegu tilliti er aukin.

Námskeiðin eru skipulögð með hliðsjón af áherslum og óskum viðskiptavinarins hverju sinni. Algengt er að námskeiðin byggi á því að þjálfa hluta starfsmanna í meðferð handslökkvibúnaðar, skyndihjálp og viðbrögðum við neyðaruppákomum á vinnustað, þannig að þessir starfsmenn geti tekið frumkvæði þegar viðbragða er þörf. Tilnefndir starfsmenn skipa sérstaka öryggissveit innan fyrirtækisins og hafa það hlutverk að leiða samstarfsmenn í viðbrögðum, meðal annars ef til húsrýmingar kemur.

Rán og hnupl eru að verða nánast daglegt brauð í verslunum, söluturnum og bensínstöðvum. Slíkir atburðir hafa í för með sér ótta og vanlíðan meðal starfsmanna og viðskiptavina sem verða fyrir uppákomum af þessu tagi. Securitas hefur í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu ásamt lögreglunni í Reykjavík boðið námskeið sem kölluð eru „Varnir gegn vágestum“ til að fyrirtækin geti betur tryggt sig gegn þjófnuðum og ránum og þeim skaða sem þeim fylgir. Securitas hefur séð um fræðsluhluta verkefnisins.

Verslanir sem taka þátt í verkefninu Varnir gegn vágestum minnka jafnan hættuna á rýrnun vegna hnupls þar sem starfsmenn sem hafa sótt námskeiðið koma markvisst í veg fyrir hnupl í versluninni. Verkefnið byggir á því að allir starfsmenn taki þátt í því. Það eykur bæði hæfni og öryggi starfsmanna hvað þennan vanda varðar.

Verslunarkeðjur, olíufélög, einstaka verslanir og þjónustufyrirtæki hafa þegar keypt slík námskeið fyrir starfsmenn sína og hafa hlotið vottun lögreglunnar á sölustaði. Bjóða verður námskeiðin reglulega til þess að viðhalda vottun lögreglu. Sýnt er að hnupl og innbrot eru færri hjá þessum aðilum en ýmsum öðrum sem hafa ekki haldið slík námskeið eða gert ráðstafanir sem farið er fram á til þess að öðlast vottun og geta merkt verslunina í samræmi við það.

 

1.0 Rán og rýrnun

 

1.0 Rán og rýrnun
- Öryggisnámskeið Securitas

Námskeiðið miðar að því að kenna starfsmönnum verslana rétt viðbrögð ef til ráns eða ránstilraunar kæmi. Þá er farið yfir hvernig skuli brugðist við ef starfsmenn verða varir við hnupl eða verða vitni að þjófnaði.
Vel upplýstir starfsmenn skila versluninni jafnan mun meiri álits- og virðisauka en óþjálfaðir eða illa upplýstir starfsmenn. Það skiptir miklu máli að starfsmenn beri sig rétt að við þessar aðstæður.