Námskeið - Ráðgjöf

Ráðgjöf
Í stórum hópi starfsmanna Securitas er að finna starfsmenn með áralanga og víðtæka reynslu á sviði öryggismála. Margir þessara starfsmanna eru meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði og hafa því verið fengnir til ráðgjafastarfa og til þess að sitja í ráðum og nefndum sem fjalla um hvers konar öryggismál í samfélaginu. Securitas getur boðið ráðgjöf á ýmsum sviðum öryggismála án þess að því fylgi nokkur skuldbinding um að búnaður eða þjónusta sé keypt af fyrirtækinu.

 

Námskeið

Ábyrgð stjórnenda og atvinnurekenda á líðan og heilsu starfsmanna er mikil. Þeir þurfa meðal annars að tryggja góðan aðbúnað starfsmanna og að starfsmenn fái kennslu og þjálfun í réttum viðbrögðum til að afstýra ógnun, tjóni á eignum og ýmiss konar hættu.

Mikilvægt er að líta heildstætt á starfsemi fyrirtækisins, meta áhættu, öryggi starfsmanna og viðskiptavina, ásamt því að skilja samhengi fyrirtækjamenningar og öryggis á vinnustaðnum. Heildstæð nálgun felur í sér mörkun öryggisstefnu, greiningu á ógnunum, líkum á þeim og hverjar afleiðingarnar geta verið. Gerð viðbragðsáætlana með tilheyrandi æfingum er nauðsynleg til að auka öryggisvitund innan fyrirtækisins. Heildarstefna fyrirtækja í öryggismálum felur meðal annars í sér markmið varðandi fræðslu starfsmanna, gerð áhættumats fyrir vinnustaðinn, kennslu á öryggisbúnað, gerð öryggisáætlana og tilnefningu í öryggishlutverk ásamt öðrum mikilvægum þáttum.

Securitas hefur um langt skeið boðið stjórnendum fyrirtækja námskeið í ýmiss konar öryggisráðgjöf, forvörnum og fræðslu, brunavörnum og skyndihjálp. Námskeiðin miða öll að því að auka hæfni starfsmanna til að bregðast við frávikum sem ógna öryggi þeirra og viðskiptavina.

namskeid pusl smallSecuritas sníðir námskeiðin að þörfum hvers og eins fyrirtækis. Námskeiðin eru þannig sveigjanleg í samsetningu, lengd og umfangi. Til að fá sem mesta og besta yfirsýn yfir þarfir og óskir hvers fyrirtækis er þarfagreining gerð af öryggisráðgjafa Securitas í náinni samvinnu við fyrirtækið. Með þeirri greiningu, ásamt áherslum stjórnenda fyrirtækisins, er samsetning námskeiða ákveðin. Reynslan sýnir að árangur námskeiða er mestur þegar fyrirtækin geta valið þá fræðsluhluta sem henta og þörf er á hverju sinni.

Starfsfólk Securitas hefur áratuga reynslu af öryggisráðgjöf til fyrirtækja og viðbrögðum í erfiðum aðstæðum. Reynsluna hefur starfsfólk Securitas aflað sér heima og erlendis í verkefnum sem snúa að öryggismálum. Nokkrir sérhæfðir starfsmenn Securitas sitja auk þess í nefndum og ráðum sem sýsla með öryggismál.

 

Skyndihjálp

Skyndihjálp
- Öryggisnámskeið Securitas

Securitas getur boðið námskeið í skyndihjálp þeim viðskiptavinum sínum sem telja þörf á því að starfsmenn þeirra búi yfir þekkingu í skyndihjálp. Námskeiðið er aðlagað að þörfum og áherslum hvers fyrirtækis og þar með því umhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í, en hægt er að velja um fjögur mismunandi námskeið. Byggt er á nýjasta námsefni Rauða krossins á Íslandi og stuðst við kennslubrúður vegna þjálfunar í endurlífgun. Einnig er í boði kennsla í notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja (AED).

  • Skyndihjálp (námskeið frá Rauða krossi Íslands)
  • Skyndihjálp í bráðatilvikum
  • Sérhæfð skyndihjálp
  • Endurlífgun