Myndgreining

Myndgreining eftirlitsmyndavéla

Hefðbundin hreyfiskynjun eftirlitsmyndavélakerfa greinir hreyfingu í mynd en gerir ekki greinarmun á því hvað veldur hreyfingunni. Myndgreining getur greint hluti í mynd og þannig gefið sjálfvirkt boð um óæskilega hluti eða hegðun.

Myndgreiningin er hönnuð til að greina margskonar aðstæður við eftirlit, t.d. greina fólk, bíla, og aðra hluti í myndinni. Með stillingum í hugbúnaði er hægt að skilgreina hegðun hluta og bregðast þannig við fyrir fram skilgreindri óæskilegri hegðun. Kerfið getur m.a.; greint stefnu hlutar, hraða eða hvort hlutur sé stopp, hvort hlutir hafa verið skildir eftir eða fjarlægðir, talið fólk og bíla, greint hvort fólk er að hanga/safnast saman innan tiltekins svæðis og greint hvort fleiri en einn aðili fer um ákveðið svæði. Kerfið greinir ef átt er við myndavél og myndmerki rofnar.

Kerfið vinnur bæði með inni- og útimyndavélum sem og hitamyndavélum. Kerfið getur m.a greint eftirfarandi:

 • Greining á hlutum í mynd
 • Bílar
 • Fólk
 • Hópur af fólki
 • Svæðavöktun
 • Hlutur skilinn eftir
 • Hlutur tekinn
 • Hraðagreining
 • Stefnugreining
 • Stoppgreining
 • Hangsgreining
 • Talning
 • Ef fleiri en einn fer inn í einu
 • Fiktvörn
 • O.fl.

 

Myndgreiningin vinnur með Mirasys myndeftirlitskerfi Securitas og við skilgreinda óæskilega hegðun koma fram boð í myndeftirlitskerfinu sem gerir notanda viðvart.

 • Fullkomin myndgreining
 • Greinir hluti í mynd
 • Greinir hraða
 • Greinir stefnu
 • Getur talið
 • Lágmörkun falsboða