Eftirlitsmyndavélar

Eftirlitsmyndavélar - Myndeftirlit

Eftirlitsmyndavélar og myndeftirlitskerfi Securitas veitir góða yfirsýn og gerir stjórnendum kleift að hafa eftirlit með húsakynnum, starfsemi og svæðum í kringum fyrirtæki sín. Eftirlit í gegnum myndavél gefur möguleika á að bregðast fljótt við atburðum en einnig að skoða og fara yfir atvik eftirá. Þannig eykst öryggi starfsfólks og viðskiptavina sem er helsta ástæðan fyrir því að öryggismyndavélar verða fyrir valinu sem hluti af öryggiskerfum fyrirtækja.

 

MYNDEFTIRLITSKERFI
Myndeftirlitskerfi er upptökubúnaður sem tengist mismunandi fjölda myndavéla víðsvegar um það svæði sem hafa á undir eftirliti. Kerfið safnar stafrænum upptökum af allri hreyfingu sem myndavélarnar nema á svæðinu og vistar þær á upptökubúnaðinn.
Myndeftirlitskerfi SecuritasEINFALT Í NOTKUN
Einfalt er að skoða upptökur myndeftirlitskerfisins og fletta upp á myndskeiðum. Hægt er að setja upp marga notendur en jafnframt takmarka aðgengi að myndeftirlitskerfinu og skoðun á einstökum upptökum með mismunandi aðgangsheimildum.


FJARTENGING OG FJARSKOÐUN
Hægt er að tengjast myndeftirlitskerfinu um netið og fylgjast með í rauntíma, skoða upptökur, framkvæma allar helstu aðgerðir og hafa eftirlit með svæðinu gegnum venjulega nettengingu.


EFTIRLITSMYNDAVÉLAR
Securitas býður eftirlitsmyndavélar í fjölbreyttu úrvali, bæði Analog og IP-myndavélar með hárri upplausn. Hægt er að fá fastar eða hreyfanlegar myndavélar eftir aðstæðum. Myndavélar frá Securitas uppfylla ströngustu kröfur markaðsins. Hröð tækniþróun hefur gert það að verkum að IP-eftirlitsmyndavélar ná núna myndum í margfalt betri upplausn. Þær hafa á skömmum tíma þróast úr VCA-upplausn í Megapixel-upplausn. Notagildi eftirlitsmyndavéla hefur aukist verulega með ört batnandi myndgæðum.

Myndavelaframleidendur3

Hagnýtar upplýsingar um IP-myndavélakerfi: Smellið hér!

 

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 sem aðstoða þig fúslega við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínu fyrirtæki.