Myndeftirlit fyrir sumarhúsasvæði

 

Myndeftirlit Securitas

Hikvision006Securitas býður fjarmyndavöktun fyrir sumarhúsasvæði. Kerfið byggir á myndavél sem er staðsett við innkomu inn á sumarhúsasvæði. Myndavélin 

tekur mynd af öllum sem fara inn á svæðið og sendir myndirnar beint til Securitas þar sem þær eru vistaðar. Myndavélinni fylgir lýsing sem tryggir góðar myndir í myrkri.

 

Stjórnstöð Securitas sem er á vakt allan sólarhringinn sér um að vakta myndavélina og tryggir að myndavélin sé alltaf virk, gegn vægu mánaðargjaldi.

Ef upp kemur atvik þá er hægt að nálgast myndir hjá Securitas sem kemur þeim til lögreglu.

Myndeftirlit frá Securitas fælir frá óæskilega umferð um sumarhúsasvæðið, ásamt því að auðvelda rannsókn á innbrotum og annarri óæskilegri hegðun.

Securitas er með öfluga tæknideild sem er með vakt allan sólarhringinn allt árið um kring og getur þannig veitt hágæða- og snögga þjónustu.

  • Fjarmyndavöktun
  • Vaktar innkomu í sumarhúsasvæði
  • Hindrar óæskilega umferð
  • Gögn vistuð hjá Securitas