Mönnuð gæsla

Öryggisvörður - mönnuð gæslaStærri fyrirtæki og stofnanir hafa nú á seinni árum í æ ríkari mæli lagt í þá vinnu sem fylgir því að skilgreina áherslur sínar og stefnu í öryggismálum á heildstæðan hátt. Niðurstaða þeirrar vinnu er jafnan skilgreind ítarlega í sérstakri öryggisstefnu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

Öryggisstefna er oftar en ekki byggð á vel skilgreindum og samhæfðum öryggislausnum þar sem tæknilausnum og mannaðri öryggisgæslu er tvinnað saman á skilvirkan hátt. Markmiðið er að skapa heildstæða lausn gagnvart þeim hættum og þeirri vá sem helst er talin ógna öryggi á staðnum eða daglegum rekstri.

 

Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð rík áhersla á að vinna eftir vel skilgreindu og vönduðu verklagi varðandi umsóknarferli, mannaráðningar og þjálfun. Grunnatriði þessu tengt er að tryggja sem gleggstar bakgrunnsupplýsingar umsækjenda, í ljósi þess að öryggisverðir fyrirtækisins fá afhenta lykla að fjölda fyrirtækja og heimila til að geta sinnt starfi sínu og er með því sýnt ómælt traust. Fyrirtækið leggur því mikla áherslu á að standa undir þessu trausti með því að vanda til verka við mannaráðningar og þjálfun.

Við uppbyggingu á Öryggisvarðaskóla Securitas og fræðsluáætlun fyrirtækisins er tekið sérstaklega mið af því hlutverki sem öryggisverðir gegna í samfélagslegu tilliti, sem er meðal annars að stuðla að öruggara samfélagi á Íslandi. Lögð er áhersla á að kalla fram metnaðarfullt viðhorf öryggisvarða til að skila góðu starfi þar sem öryggishagsmunir viðskiptavina fyrirtækisins eru gerðir að okkar hagsmunum. Til þess að svara væntingum viðskiptavina um faglega framkvæmd er því lagt upp úr því að byggja á vel skilgreindri grunnþjálfun, framhaldsþjálfun og æfingum, sem eykur hæfni öryggisvarða til að stunda markvisst fyrirbyggjandi eftirlit og að takast á við neyðaruppákomur af ýmsu tagi.

Þörf fyrir þessa þjónustu hefur aldrei verið eins mikil og hún er í dag. Sífellt fleiri sjá kosti þess að hafa þjálfaða öryggisverði til staðar í fyrirtækjum sínum, til þess að auka öryggi starfsmanna og viðskiptavina.
Securitas stundar daglega verðmætaflutninga, þar sem tekin er full ábyrgð á þeim verðmætum sem flutt eru á hverjum tíma. Víða er tekin óþarfa áhætta í tengslum við flutning á verðmætum. Securitas hefur jafnframt, í samvinnu við erlend öryggisfyrirtæki, tekið að sér öryggisflutninga til og frá landinu.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa og fáðu nánari upplýsingar í síma 580 7000.