Mirasys

Mirasys myndeftirlitskerfi Securitas

Myndeftirlitskerfið frá Mirasys er með upptöku og afspilun fyrir allt að 64 myndavélar á hverri upptökutölvu og allt að 100 upptökutölvur geta verið samtengdar. Myndavélakerfi frá Mirasys býður upp á 20 samtímanotendur, sem er stækkanlegur í 100. Kerfið styður við breitt svið af IP myndavélum, megapixel, og PTZ myndavélum. Kerfið styður allar upplausnir og einnig H.264 þjöppunarstaðalinn. Auðveldlega er hægt að blanda saman IP og Analog myndavélum í kerfinu.

 

Mirasys er mjög öflugt og fjölhæft myndeftirlitskerfi sem auðvelt er að aðlaga að þörfum fyrirtækja að öllum stærðum. Kerfið styður helstu myndavélaframleiðendur og hægt er að tengja óendalega margar myndavélar við kerfið.

Hægt er að láta Mirasys sjálfkrafa taka öryggisafrit af upptökum, td á netdrif. Það tryggir að gögn séu ávallt örugg og aðgengileg þegar þeirra er þarfnast. Gögn geta verið vistuð á mörgum hörðum diskum (e.rate). Ef harður diskur bilar tapast aðeins lágmarksmagn af gögnum. Auk þess mun kerfið halda áfram upptöku jafnvel ef einn harður diskur bilar.

Fjarskoðunarhugbúnaður
Mirasys fjarskoðunarhugbúnaðurinn fylgir með kaupum á kerfinu. Því er enginn viðbótarkostnaður við fjarskoðunarhugbúnað óháð fjölda. Með kerfinu fylgir einnig vefhugbúnaður sem býður upp á að tengjast kerfinu í gegnum vefvafra eins og Internet Explorer. Með þessu býðst einnig sá möguleiki að tengjast kerfinu með spjaldtölvum og farsímum. Þessum lausnum fylgir enginn viðbótarkostnaður.

Mirasys myndeftirlitskerfið er samhæft við miðlægt fjarmyndvöktunarkerfi stjórnstöðvar Securitas.