Jafnlaunavottun

 
Securitas ber jafnlaunamerki Velferðarráðuneytisins með stolti. Við störfum saman sem sterk heild öll sem eitt.

Jafnlaunastefna Securitas

Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu

Securitas starfar samkvæmt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks félagsins og er jafnlaunastefnan launastefna Securitas. Forstjóri félagsins ber ábyrgð á að jafnlaunastjórnunarkerfið standist lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Við ákvörðun launa og annarra kjara skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað og skulu laun og önnur kjör ákveðin á sama hátt, óháð kyni. Starfsfólki, óháð kyni, skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Jafnlaunastjórnunarkerfið byggir á staðlinum ÍST 85 og áðurnefndum lögum og er ætlað að tryggja að ákvörðun í launamálum byggi á verðmæti starfa og feli ekki í sér kynbundinn launamun. 

Ábyrgð á jafnlaunakerfi

Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastjórnunarkerfi sé til staðar. Framkvæmdastjórn er leiðandi við þróun jafnlaunakerfisins og setur jafnlaunamarkmið fyrir hvert ár varðandi rekstur þess.

Skuldbinding

Með stefnu þessari skuldbindur félagið og stjórnendur Securitas sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á 
   jafnlaunastaðlinum ÍST 85 
  • Fylgja/hlíta viðeigandi lögum, reglum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma og áhrif hafa á jafnlaunastjórnunarkerfið. 
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt 
   störf til að sýna fram á að kynbundinn launamunur sé í samræmi við jafnlaunamarkið 
   félagsins 
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega 
  • Kynna starfsfólki árlega niðurstöður launagreiningar 

Ábyrgð á jafnlaunakerfi 

Framkvæmdastjórn endurskoðar stefnu þessa einu sinni á ári

Samþykkt

12.10.2022