Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Securitas
Jafnlaunavottun  - Jafnlaunastefna Securitas

Jafnlaunastefna Securitas er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins. Þar kemur skýrt fram að sambærileg laun skulu greidd fyrir jafnverðmæt störf, óháð kyni, kynþætti eða þjóðerni.  Starfsmenn Securitas eru metnir sjálfstætt sem einstaklingar til launa, þar sem tekið er mið af starfi, menntun, ábyrgð, starfsreynslu, álagi, frammistöðu og markaðsaðstæðum. Framkvæmdastjórn Securitas ber ábyrgð á framkvæmd og reglulegri endurskoðun jafnlaunastefnu fyrirtækisins.