Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Securitas
Jafnlaunavottun  - Jafnlaunastefna Securitas

Jafnlaunastefna Securitas er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins. Markmiðið er að sambærileg laun skuli greidd fyrir jafnverðmæt störf og á það við um öll störf hjá fyrirtækinu. Starfsmenn eru metnir á eigin forsendum og konur og karlar fá jöfn laun ef um er að ræða sömu eða jafnverðmæt störf. Jafnlaunastefnu Securitas er ætlað að tryggja þau réttindi sem koma fram í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Framkvæmdastjórn Securitas ber ábyrgð á framkvæmd og endurskoðun jafnlaunastefnu fyrirtækisins.