IP myndavélar fyrir heimili

Securitas býður IP-myndeftirlit fyrir heimili. Kerfið samanstendur af tveimur Hikvision myndavélum með háupplausn og upptökutæki. Myndavélarnar er hægt að staðsetja úti, fyrir framan hús til að vakta aðkomu bíla eða til að vakta bakinngang og garð. Myndavélarnar geta einnig verið inni og fylgst með umferð um húsið. Myndavélarnar eru með öflugri innrauðri lýsingu og sýna því góðar myndir í algjöru myrkri. Upptökutækið er með innbyggðum hörðum diski og geymir upptökur í allt að 30 daga. Gegn aukagjaldi er hægt að bæta við allt að tveimur myndavélum við kerfið. Hægt er að tengjast myndeftirlitskerfinu yfir internetið og í gegnum snjallsíma eins og iPhone, iPad eða Android-síma. Securitas getur séð um að setja kerfið upp með öllu, lögnum, myndavélum, upptökubúnaði og fjartengingu.
   ◊ Tvær Hikvision háupplausnar-myndavélar (veðurþolnar útivélar, hægt að nota inni.
   ◊ Hikvision upptökutölva með hörðum diski.
   ◊ Allt innifalið: festingar, snúrur og kaplar, tengi, straumbreytar og hilla.
Verð frá: 249.900 kr.* með vsk. án uppsetningar

Hægt er að fá uppsetningu frá tæknimönnum Securitas á föstu tilboðsverði.