Incontrol GX hugbúnaður

Incontrol GX hugbúnaðurinn (PRT-GX-SVR) býður upp á alla grunnmöguleikana sem nauðsynlegir eru öllum notendum. Hann felur í sér í leyfi fyrir 50 hurðar, ótakmarkaðan fjölda innbrotasvæða, ótakmarkaðan fjölda innbrotarása og útganga, 1 samtímanotenda, samtengingu við 10 myndavélar óháð fjölda upptökutækja. Auktu við virkni kerfisins og sérhannaðu það á auðveldan hátt með því að bæta við einingum sem henta þínu fyrirtæki.

 

   » Server –Client uppbygging með rauntíma atburðavöktun og stjórnun
   » Skýrslur með ríkulegum upplýsingum, fjölbreyttum möguleikum á sérsníðingu og uppsetningu sía
   » Notendavænt viðmót með myndrænum grunnmyndum og sérsníðanlegum upplýsingasíðum fyrir vöktun kerfisins
   » Sérsníðanleg viðvörunarmerki og atburðasíur, sem gera kleift að flokka atburðina og viðvörunarmerkin sem eru birt
   » Samþætting við mikið úrval utanaðkomandi kerfa til að hámarka nýtingu fyrirliggjandi innviða og upplýsingakerfa, og auka við gildi þeirra
   » Frábær SQL Server® gagnagrunnsvél