ICT Innbrota- og aðgangsstýrikerfi

ICT header

Aðgangsstýrikerfi Securitas

ICT Aðgangsstýrikerfi SecuritasIncontrol kerfið felur í sér aðgangsstýringu og innbrotavörn. Kerfið er byggt upp á einingum sem auðvelda notkun, hvort sem er fyrir lítil fyrirtæki eða fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki. Incontrol kerfisstýringar og einingar eru með 256bita dulkóðun og mynda heildarkerfi sem býður uppá mikla möguleika.

 Við hjá Securitas trúum því að lykillinn að frábærum hugbúnaði sé að hugsa fyrir öllu fyrirfram, þannig að þú þurfir ekki að hafa fyrir því. Nýja Incontrol GX kerfið er lifandi dæmi um þetta. Kerfið er fyrirtækjamiðuð lausn sem felur í sér aðgangsstýringu og innbrotavörn. Kerfið er auðvelt í notkun, einfalt í uppsetningu og auðvelt er að auka við umfang þess.

 Vörublað

Incontrol DIN Rail Búnaður
Incontrol GX hugbúnaður
Incontrol vélbúnaður

Incontrol DIN Rail Búnaður

Aðgangstýringarkerfi SecuritasNýju ICT DIN Rail einingarnar eru fyrirferðarlitlar, sterkbyggðar og fágaðar í útliti. Öflugt og vandað öryggiskerfi fyrir flestar aðstæður. ICT er flaggskip lausna í innbrota- og aðgangsstýrikerfum. 

Incontrol GX hugbúnaður

Incontrol GX hugbúnaðurinn (PRT-GX-SVR) býður upp á alla grunnmöguleikana sem nauðsynlegir eru öllum notendum. Hann felur í sér í leyfi fyrir 50 hurðar, ótakmarkaðan fjölda innbrotasvæða, ótakmarkaðan fjölda innbrotarása og útganga, 1 samtímanotenda, samtengingu við 10 myndavélar óháð fjölda upptökutækja. Auktu við virkni kerfisins og sérhannaðu það á auðveldan hátt með því að bæta við einingum sem henta þínu fyrirtæki.

 

   » Server –Client uppbygging með rauntíma atburðavöktun og stjórnun
   » Skýrslur með ríkulegum upplýsingum, fjölbreyttum möguleikum á sérsníðingu og uppsetningu sía
   » Notendavænt viðmót með myndrænum grunnmyndum og sérsníðanlegum upplýsingasíðum fyrir vöktun kerfisins
   » Sérsníðanleg viðvörunarmerki og atburðasíur, sem gera kleift að flokka atburðina og viðvörunarmerkin sem eru birt
   » Samþætting við mikið úrval utanaðkomandi kerfa til að hámarka nýtingu fyrirliggjandi innviða og upplýsingakerfa, og auka við gildi þeirra
   » Frábær SQL Server® gagnagrunnsvél

Incontrol vélbúnaður

ICT Aðgangstýringarkerfi - SecuritasIncontrol snertiskjár
Incontrol snertiskjárinn býður upp á sveigjanlega stjórnun og vöktun Incontrol kerfisins með algjörlega sérsníðanlegu notendaviðmóti. Glæsilegur háskerpu 5,7 tommu Incontrol snertiskjárinn veitir þægilega stjórn fyrir alla notendur.

Incontrol SIP/VoIP snertiskjár
Öll virkni Incontrol snertiskjás með viðbættu VoIP og möguleika á myndböndum, sem gerir kleift að skoða myndbönd frá mismunandi áttum og eiga samskipti gegnum síma sem uppfylla SIP-staðal og innanhússíma.

Incontrol snertihnappa talnaborð
Incontrol snertihnappa talnaborðið er nútímalegur og glæsilegur valkostur með næmu notendaviðmóti, sem býður upp á svæðisstjórnun og skoðun á stöðu öryggiskerfisins á augabragði.

Incontrol talnaborð

Incontrol talnaborðið hefur notendavænan og þægilegan skjá, og má tengja hvar sem er við Incontrol netkerfið.