Hótelkerfi

Aðgangsstýrikerfi SecuritasSALTO Aelement er fullkomið og öflugt lyklakerfi fyrir hótel. Fyrirferðarlitlir lásar með endingar­góðum raf­hlöðum tengjast netinu þráð­laust og auð­velda alla stýringu aðgangs. Kerfið nýtist einnig sem öryggis­kerfi með raun­tíma­vöktun og hægt er að tengja það beint við bókunar­kerfi hótelsins.
Hvert smáatriði í kerfinu er hugsað til enda. Stílhrein og glæsileg hönnun á lásum, hurðarhúnum og handföngum helst í hendur við auðvelda uppsetningu á öllum gerðum hurða. SALTO-kerfið er heildstæð lausn fyrir hótel sem eykur öryggi gesta og starfsliðs — nákvæm skráning upplýsinga auðveldar allt utanumhald í hótelrekstrinum.

STAFRÆNN OG STÍLHREINN DYRAVÖRÐUR
– Frábær hönnun — allt frá húnum til hugbúnaðar
– Þráðlaus tenging lása við net með hæsta öryggisstaðli
– Rafhlaðan dugir í allt að 90.000 opnanir og kerfið sér hvenær hún klárast
– Auðveld uppsetning — þarf engar lagnir og hentar fyrir allar tegundir hurða
– Friðhelgisvöktun, aðgangsvöktun og öryggisvöktun í rauntíma
– Hægt að tengja við bókunarkerfið og hafa örugga stjórn á aðgangi gesta og starfsfólks

EINFALT OG ÖRUGGT
SALTO Aelement aðgangsstýrikerfi auðveldar lífið fyrir hótelstjórann, starfsliðið og hvern einasta hótelgest með fumlausri skjótri afgreiðslu. Hægt er að ganga úr skugga um það á augabragði hvort farið hafi verið inn í herbergi og hversu oft, hvort búið hafi verið um og þrifið o.s.frv.

TÆKNILEGIR YFIRBURÐIR 
SALTO Aelement aðgangsstýrikerfi notast við nálgunarkortatækni þannig að kortin af­seglast ekki. Öll hönnun mið­ast við gott útlit, endingu og áreiðan­leika. Kerfið gefur til kynna ef raf­hlöður eru að klárast og lesarar, hand­föng og húnar passa á allar tegundir hurða, lyftur, bíla­geymslur, neyða­útganga, gler­hurðir og fata­skápa. Kerfið býður einnig upp á útsláttar­rofa fyrir raf­magn í herbergjum til spara raf­magn. Áralöng reynsla og þróun þráð­lausra lausna fyrir hótel gera það að verkum að SALTO kerfið er fremst í flokki þegar kemur að gæðum og notagildi.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og fáðu upplýsingar og ráðgjöf við aðgangsstýringu og aðrar öryggislausnir.

Hótelgestir
Hótelstjórinn
Starfsliðið

Hótelgestir

Hótelgestir njóta þess að geta fljótt og vandræðalaust skipt um herbergi eða framlengt dvöl sína með öruggan lykil að þeirri aðstöðu sem þeir hafa greitt fyrir.

Öryggi þeirra er einnig tryggt sem og friðhelgi hvers og eins.

Hótelstjórinn

Hótelstjórinn nýtur þess að fá fullkomna yfirsýn í aðgangsstýrikerfi sem jafnframt þjónar sem öryggis­kerfi, t.d. með innbrota­viðvörun.

Aðgangsstýringin nær yfir öll herbergi, starfs­mannaaðstöðu, bílageymslur og önnur rými fyrirtækisins. 

Starfsliðið

Starfsliðið nýtur góðs af öruggari vinnubrögðum. 

Herbergisumsjón verður markvissari með breytilegum master-lyklum sem hægt er að afturkalla án tafar.

Kerfið lætur vita ef dyr standa óeðlilega lengi opnar og hægt er að fjarstýra aflæsingu eða læsingu á hverri hurð fyrir sig.