Hikvision

Hikvision IP myndavélar - SecuritasSecuritas er umboðsaðili fyrir Hikvision sem er einn af leiðandi framleiðendum IP myndavéla í heiminum í dag. Hikvision er sá framleiðandi sem hefur vaxið hvað mest á undanförnum árum og er í dag í flokki með þeim stærstu á markaðnum.

Hikvision býður breiða vörulínu í IP myndavélum allt frá SD upplausn upp í 5 MP.
Allar myndavélarnar eru spennufæddar yfir Ethernet (POE) en hægt er einnig að spennufæða þær með 230/12 voltum. Myndavélarnar bjóða upp á H.264/MJPEG/MPEG4 þjöppun og 2 myndstrauma (Dual stream). Hægt er einnig að stilla bandbreidd (Bitrate) myndavélanna, bæði breytilega og fasta bandbreidd.

Hikvision IP myndavélar er hægt að fá bæði sem box- eða hálfkúlumyndavélar (Dome). Allar myndavélarnar eru með sjálfvirkri birtustillingu (Auto Iris), sjónarhorn þeirra er stillanlegt (Vari focal) og linsurnar eru aspherical. Myndflaga myndavélanna er 1/3“ og með „Back light compensation“. Dome myndavélarnar eru 3-axis og því hægt að setja þær á láréttan og lóðréttan flöt.

Hikvision býður einnig myndavélar sem henta við erfið birtuskilyrði og henta mjög vel á móti birtu. Þessar myndavélar eru með svokallaðri „Wide Dynamic Range“ (WDR) virkni. Teknar eru nokkrar myndir frá ljósustu yfir í dekkstu stillingu og þeim skeytt saman í eina mynd. Við þetta ferli næst að hámarka myndgæði við erfiðar aðstæður eins og á móti sól, andlit verða skýr og bakgrunnur sést vel.

Allar myndavélarnar eru með innganga og útganga sem hægt er að nota til að tengjast öðrum búnaði, svo sem hreyfiskynjurum.

 Vöktun með myndeftirliti

Eftirlit með svæði

 

Eftirlit með svæði
Fjarmyndavöktun Securitas er öflug öryggislausn sem byggist á myndeftirlitskerfi með öflugri myndgreiningu. Stjórnstöð Securitas vaktar og bregst við boðum frá kerfinu þegar þörf krefur. Fjarmyndavöktun hentar t.d. fyrir vöktun á útisvæðum þar sem engin umferð á að vera eða aðeins skilgreindir aðilar eiga erindi inn á. Vöktun getur bæði verið allan sólarhringinn eða á völdum tímum, t.d. aðeins að næturlagi eða eftir að vinnutíma á viðkomandi svæði lýkur.

Mismunandi útfærslur henta ólíkum þörfum

Fjarmyndavöktun

Fjarmyndavöktun
• Á byggingasvæðum
• Fyrir afmörkuð svæði, úti eða inni, þar sem hægt er að ná yfirsýn með myndavélum
• Svæði með hreyfiskynjurum sem virkja fjarmyndavöktun og stuðning frá stjórnstöð

Hikvision006