
Náðu í appið
Sæktu appið fyrir Android eða iOS <br>með því að smella á viðeigandi hnapp.
ALLT SNJALLT Í EINU APPI
HJARTAÐ Í HEIMAVÖRN
Hjartað í Heimavörn liggur í appinu. Þaðan getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa.
Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.
Notendur geta einnig verið með
Sumarhúsavörn og Firmavörn allt í sama appi með Heimavörn.
FLÝTIVAL
Í appinu getur þú sett upp mismunandi flýtival til að stilla kerfi og tengdan búnað með einni snertingu. Þannig getur þú við heimkomu til dæmis tekið öryggiskerfið af, kveikt ljós, slökkt á eftirlitsmyndavél ef heimilið er þannig útbúið.