Götugrill Securitas

Götugrill SecuritasSumarið er verðmætur tími sem við reynum flest að nýta sem best hér á norðlægu slóðum. Enginn fær nóg af íslensku sumri og okkur hjá Securitas langar að leggja okkar af mörkum til að þú njótir þess til fulls.

Á sólbjörtum blíðviðrisdögum jafnast fátt á við grillveislu í góðra vina hópi. Þá treysta menn böndin og kynnast fólkinu í kringum sig. Það gerir lífið skemmtilegra fyrir alla og eykur öryggið þegar fólkið í götunni þekkist.

Í sumar bjóðum við heimilum með Heimavörn stærðarinnar kolagrill að láni um helgar. Þú getur slegið upp mögnuðu götugrilli fyrir ættingja, nágranna þína og alla í götunni ef svo ber undir. Við komum með grillið heim til þín og með því fylgja kol, kveikilögur, eldspýtur, tangir, svunta og hanski. Að veislunni lokinni sækjum við svo grillið.

Er þetta ekki upplagt fyrir þig í sumar? Smelltu þér inn á www.gotugrill.is og pantaðu þér góða grillhelgi sem fyrst.

 Götugrill Securitas