Sérstök verkefni

Undir sérstök verkefni fara öll verkefni sem eru ekki í föstum skorðum og til styttri tíma.  Til dæmis:  dyrarvarsla og almenn gæsla á tónleikum, íþróttakappleikjum og stærri viðburðum.


Verðmætaflutningar

Skipulagðir verðmætaflutningar hófust hjá Securitas 1987 og hafa árlega aukist mikið,  ekki síst vegna breyttrar þjóðfélagsgerðar  og aukinna verðmæta í umferð. Securitas hefur mætt aukinni þörf á verðmætaflutningum með fagmannlegri  og heilsteyptri þjónustu.

 

Að verðmætaflutningum starfar stór hópur velþjálfaðra öryggisvarða með bakgrunn úr gæslu og annarri neyðarþjónustu.

Þeir eru vel varðir með persónuöryggi, tæknibúnaði og rafrænni ferilvöktun sem er í höndum stjórnstöðvar Securitas  sem hefur yfirsýn á öryggi og staðsetningu allra  öryggisvarða í verðmætaflutningum .  Stjórnstöð Securitas grípur til viðbragða við öll frábrigði frá verkferlum.  Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir hámarksöryggi í samskiptum.

Innsýn í tegundir verðmætaflutninga:

DAGLEGIR FLUTNINGAR

Hentar þeim sem eru með mikla daglega veltu. Sérþjálfaðir öryggisverðir taka við þeirri fyrirhöfn og áhættu sem fylgir því að fara með uppgjör í banka.

AFRITUN OG VARSLA GAGNA

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki kaupi þá þjónustu að afritunarspólur úr tölvukerfi þess séu reglulega sendar til varðveislu utan fyrirtækisins. Ráðstafanir sem þessar koma í veg fyrir að upplýsingar úr tölvukerfi fyrirtækisins glatist við hugsanlegan bruna, innbrot eða skemmdarverk, vatnsleka eða aðra vá.

SÉRVERKEFNI

Securitas tekur að sér fjölmörg sértæk verkefni í verðmætaflutningum í tengslum við sérstaka álagstíma s.s. fyrir jól, útsölur, sýningar eða tónleikahald

ÁFYLLING Á HRAÐBANKA

Securitas hefur um árabil séð um áfyllingar á hraðbanka fyrir banka og fjármálastofnanir utan höfuðstöðva þeirra.

Securitas býður öruggan og áfallalausan flutning á verðmætum eftir skýrum og öguðum verkferlum ásamt formföstu eftirliti. Öryggi starfsfólks í flutningum er hámarkað og öll verðmæti sem eru flutt eru tryggð og því er áhætta verðmætaeiganda lágmörkuð.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við aðstoðum þig við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínu fyrirtæki.

Farandgæsla

Farandgæsla er elsta þjónustuform Securitas og hefur verið grunnurinn að viðbragðsafli fyrirtækisins  allt frá stofnun þess 1979.

Öryggisverðir farandgæslu eru um fimmtíu á Höfuðborgarsvæðinu og sinna öryggisgæslu allan sólarhringinn,  alla daga ársins fyrir um tvö hundruð fyrirtæki og stofnanir.

Farandgæslan felur í sér að öryggisvörður hefur í sinni umsjá, tiltekin fyrirtæki og stofnanir sem og  ákveðin bæjarhluta sem telst til hans svæðis. Verklag farandgæslu er unnið í samráði við verkkaupa til að tryggja að væntingar séu í samræmi við þjónustuna.

Öryggisverðir farandgæslu hafa hlotið víðtæka þjálfun m.a. vegna  tæknibúnaðar, skyndihjálpar,  viðbragða við eldi og í fyrirbyggjandi vörnum auk þess sem stór hópur situr reglulega námskeið á vegum tæknisviðs Securitas. Þar er farið yfir meðferð og notkun tæknibúnaðar sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Þeir hafa skýrar verklagsreglur varðandi gæsluverkefni sín og eigið öryggi.

Starf öryggisvarðar í farandgæslu er fjölþætt. Farnar eru ferðir utanhúss með fyrirtækjum og tryggt að allt sé eins og það á að vera. Öryggisvörður fer inn í fyrirtækið og tryggir að frágangur sé í samræmi við verklagsreglur og óskir verkkaupa.  Má þar nefna sem dæmi; frágangur rafmagnstækja, lokun eftir vinnu dagsins, álestur mæla sem sýna virkni tækja utan vinnutíma, ásetning  og viðbrögð vegna viðvörunarkerfa og aðgangsstýring ef vinna er í einstökum hlutum fyrirtækisins.

Sérþekking öryggisvarða Securitas sem og þjálfun á aðstæður tiltekins viðskiptavinar standa bakvið merkingarnar „Securitas – vaktað“.

Stjórnstöð Securitas hefur yfirsýn yfir fjölda öryggisvarða farandgæslu og staðsetningu þeirra hverju sinni með ferilvöktun og stýrir þeim í útköllum ef aðstoðar er þörf.  Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir hámarksöryggi í samskiptum.

Verkferlar öryggisvarða segja til um fjölda ferða, tímabil gæslunnar innan sólarhrings,  hvað skal gert, viðbrögð við frávikum og hverja skal hafa samband við sé þess þörf.

Innra gæðaeftirlit Securitas fer yfir alla þætti í starfi öryggisvarðar. Það aðhald tryggir að farið sé eftir verklagi og að  þjónustan sé í samræmi við væntingar verkkaupa og  uppfylli gæðastaðal Securitas.

Mönnuð gæsla

 

Texti sem lýsir almennt gæslumálum og stefnu fyrirtækisisn varðandi ráðnignar og þess háttar.

 

 

Hér væri flott að hafa myndir

 

Vöruverndarhlið

 

Securitas býður upp á vönduð vöruverndarhlið frá viðurkenndum framleiðendum.  Vöruverndarhliðin eru nú þegar búin að sanna ágæti sitt á Íslandi og má nefna að stærri verslanamiðstöðvar hafa tekið þau í notkun. Hægt er að setja upp hliðin í fjölmörgum útfærslum og mætti  nefna velheppnaðar uppsetningar víða í stærri sem smærri verslunum og fyrirtækjum.

Neðangreint eru aðeins dæmi um þá möguleika sem eru í boði.

 • Multi Max
  Nánast enginn uppsetningar-kostnaður því búnaðurinn stillir sig sjálfur og þú getur strax byrjað að nota hann. Hverju setti fylgja 5000 miðar frítt með!
 • Floor-Max
  Sambland af breiðum inngangi og óhindruðum aðgengi að versluninni gerir viðmót verslunarinnar aðlaðandi og spennandi.
 • Margnota merki
  SuperTag II frá Sensormatic er hágæða merki og eru í uppáhaldi margra notenda sem krefjast góðrar skynjunar við hlið, langs líftíma, hæfilega áberandi og auðveldrar meðhöndlunar við kassa.
 • Límmiðar og merki
  Ultra•Strip límmiðarnir frá Sensormatic eru hannaðir til þess að veita góða skynjun við vöruverndarhlið og til að veita mikla mótstöðu við áreiti. Fjölbreytt úrval og margar stærðir gera miðana að góðum kosti fyrir notendur.

 

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við erum tilbúnir í aðstoða þig við að finna þær lausnir best henta þér og þínu fyrirtæki.

 

Brunavarnir

Við bjóðum upp á mikið úrval brunaviðvörunarkerfa frá NOTIFIER, allt frá einföldum rásaskiptum stöðvum upp í hliðrænar vistfangs stöðvar.

 • INERGEN slökkvikerfi
  INERGEN er hreinlegt, tærir ekki, lyktarlaust og litlaust. Það er umhverfisvænt og hefur engin skaðleg á ósonlagið.  INERGEN slekkur eld með því að minnka súrefnismagnið í herberginu niður fyrir 15%, (en við það mark logar ekki lengur í flestum brunaefnum). Samtímis verndar einkaleyfisháða koldíoxíð-blandan alla þá sem kynna að vera fastir inn í herberginu, frá því að finna fyrir neinnum áhrifum vegna minnkaðs súrefnismagns í herberginu.


Slökkvitækjaþjónusta

Slökkvitækjaþjónusta Securitas annast allt viðhald slökkvitæka fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ásamt kennslu á notkun tækjanna. Slökkvitæki sem ekki er skoðað og yfirfarið reglulega getur reynst ónothæft þegar á hólminn er komið. Duftið í tækjunum harðnar með tímanum og þrýstingur minnkað, auk þess sem tæki geta orðið fyrir hnjaski í flutningum. Ef þú veist ekki hvenær þitt slökkvitæki var yfirfarið síðast, komdu þá með það til okkar í Síðumúla 23 eða hafðu samband og við ráðleggjum þér varðandi næstu skref.

Þjónustuverið okkar er opið alla virka daga frá klukkan 8-17.                         Símanúmerið er 580-7100.

Öryggispakki 1.
Góður öryggispakki fyrir heimilið eða sumarhúsið. Einn með öllu. Inniheldur Purga-T sérsniðinn slökkvibúnað fyrir sjónvörp, tvo jóníska heimilisreykskynjara og einn optískan, og eldvarnarteppi fyrir eldhúsið.

Öryggispakki 2.
Góður öryggispakki fyrir heimilið eða sumarhúsið. Einn með öllu. Inniheldur 6 kg. ABC dufttæki, heimilisreykskynjara og eldvarnarteppi fyrir eldhúsið.

Öryggispakki 3.
Flottur pakki fyrir heimilið eða sumarhúsið. Hann inniheldur 6 kg. ABC dufttæki án mælis, Purga-T sérsniðinn slökkvibúnað fyrir sjónvarp og optískan reykskynjara fyrir heimilið.

6kg ABC dufttæki, með mæli Frábært duftslökkvitæki fyrir heimilið. Mjög uðvelt í notkun. Veggfesting fylgir.

6 l. léttvatnsslökkvitæki með mæli og festingu
Mjög gott og vandað léttvatnsslökkvitæki. Hentar vel á heimilum og í fyrirtækjum. Veggfesting fylgir. Öflugur dreifistútur sem gefur hámarksárangur.

9 l. léttvatnstæki með mæli og festingu
Mjög gott og vandað léttvatnsslökkvitæki. Hentar vel heimilum eða fyritækjum. Veggfesting fylgir. Öflugur dreifistútur sem gefur hámarksárangur. Tækið er einnig viðurkennt af Siglingastofnun Íslands sem aðaltæki um borð í skipum og bátum.

Eldvarnarteppi
Nauðsynlegt í eldhúsið heima og í sumarbústaðinn. Hafið ávallt eldvarnarteppi í eldhúsum þar sem teppið hentar sérstaklega vel í að slökkva elda á eldavél.

Heimilisreykskynjari, 9V Jónískur
Jónískur reykskynjari sem gengur á 9 v. rafhlöðu. Nauðsynlegt öryggistæki á hvert heimili. Skerandi væl úr reykskynjara getur bjargað mannslífum.

Heimilisreykskynjari, 9V Optískur
Optískur reykskynjari fyrir heimilið. Þessi skynjari hentar fyrir algengastu elda í heimahúsum. Sérstaklega góður til þess að greina kaldan reyk frá t.d. raftækjum eða rafmagnstöflu. Nauðsynlegt öryggistæki á öll heimili.

Gasskynjari
Wizmart gasskynjari, tilvalinn í sumarhúsið.  Skynjar metan-, própan- og bútangas.  Hentar vel í sumarbústaðinn og heimilið.  Nauðsynlegt fyrir þá sem eru með gaseldavélar.

Gasskynjari Flammex 230V
F-911 með snúru. Skynjar metan-, própan- og bútangas.  Hentar vel í sumarbústaðinn og heimilið.  Nauðsynlegt fyrir þá sem eru með gaseldavélar. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.

 


Aðgangsstýrikerfi

Með aðgangsstýrikerfi Securitas er hægt að stjórna aðgangi starfsfólks um húsnæði fyrirtækisins. Aðgangskort koma í stað lykla að hurðum fyrirtækisins, bæði inni- og útihurðum. Allur umgangur um fyrirtækið skráist í dagbók kerfisins og er rekjanlegur. Aðgangsstýrikerfi gefur fullkomna yfirsýn á því hverjir ganga um fyrirtækið, hvar og hvenær.

LYKLALAUST HÚSNÆÐI
Með aðgangsstýrikerfi skapast lyklalaust umhverfi, ef kort týnist eða starfsmaður hættir er auðvelt að gera það óvirkt.

SJÁLFVIRK DAGBÓK UM UMGENGNI
Í dagbókinni kemur fram hver gengur um hvaða hurðir og á hvaða tíma. Einnig hvort notendur kerfisins reyna að ganga um hurðir sem þeir hafa ekki aðgang að.

AUÐVELD AÐGANGSSTÝRING
Hver notandi fær aðeins aðgang að þeim hurðum sem hann þarf að hafa aðgang að, en auðvelt er að breyta aðgangsheimildum notenda.

AÐGANGSKORT OG AUÐKENNIKORT
Á aðgangskortin er hægt að prenta nafn og merki fyrirtækisins, setja mynd af starfsmanni, nafn hans og ábyrgðasvið, þannig að þau nýtist einnig sem auðkennikort.

TÍMASTÝRÐAR HURÐIR
Hægt er að láta hurðir læsast eða aflæsast sjálfvirkt á mismunandi tímum sólarhringsins

MISMUNANDI STÆRÐIR
2-4
Aðgangsstýrikerfi fyrir tvær til fjórar hurðir. Hentugt fyrir smærri fyrirtæki eða fyrirtæki sem þarfnast aðgangsstýringar á takmörkuðu rými.

4-8 Aðgangstýrikerfi fyrir meðalstór fyrirtæki fyrirtæki sem þurfa stýringu á umgengni um húsnæði sitt. Settir eru upp kortalesarar og raflæsingar á hverja hurð sem stýra á, ásamt stjórnbúnaði.

8-16 Stórt aðgangsstýrikerfi fyrir fyrirtæki í húsnæði með 8 til 16 hurðir sem á að aðgangsstýra. Settir eru upp kortalesarar og raflæsingar á hverja hurð sem stýra á, ásamt stjórnbúnaði. Hentar vel stærri fyrirtækjum og stofnunum sem vilja hafa góða stýringu á umgengni og aðgangi.

16+ Aðgangsstýrikerfi fyrir 16 eða fleiri hurðir, hentar vel stórum fyrirtækjum með marga starfsmenn og mörg rými sem þarfnast aðgangsstýringar. Settir eru upp kortalesarar og raflæsingar á hverja hurð sem stýra á, ásamt stjórnbúnaði.


Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við sýnum þér þær lausnir sem best henta þér og þínu fyrirtæki.

Eftirlitsmyndavélar

Þegar komið er inn á síðunar ætti að birsta live feed af einhverjum (allt að 4 stk) vélum sem sýna beint frá einhverjums stað.

Myndeftirlitskerfi Securitas veitir góða yfirsýn og gerir stjórnendum kleift að hafa eftirlit með húsakynnum, starfsemi og svæðum í kringum fyrirtæki sín. Betri yfirsýn, skoðun og eftirleit einstakra atburða og eignavarsla ásamt auknu öryggi starfsfólks og viðskiptavina eru helstu ástæður þess að velja öryggismyndavélar sem hluta af öryggiskerfi fyrirtækisins.

MYNDEFTIRLITSKERFI
Myndeftirlitskerfið samanstendur af mismunandi fjölda myndavéla sem settar eru upp víðsvegar um eftirlitssvæðið, upptökubúnaði og skjá. Kerfið tekur upp stafrænar upptökur, þegar hreyfing er fyrir framan myndavélarnar, sem vistaðar eru á upptökubúnaðinum.

EINFALT Í NOTKUN
Einfalt er að skoða upptökur myndeftirlitkerfisins og leita að atburði. Hægt er að setja upp marga notendur með mismunandi aðgangsheimildum til að takmarka aðgengi að myndeftirlitskerfinu og skoðun á einstökum upptökum.

FJARTENGING OG FJARSKOÐUN
Hægt er að tengjast myndeftirlitskerfinu í gegnum hefðbundna nettengingu. Með fjartengingunni er hægt að skoða myndir í rauntíma, skoða upptökur og framkvæma allar helstu aðgerðir.

ÝMSAR ÚTFÆRSLUR
Hægt er að setja saman ýmsar útfærslur af myndeftirlitskerfi. Algengt er t.d. að settur sé upp sjónvarpsskjár við inngang verslana og fyrirtækja þannig að viðskiptavinir verði varir við að virkt myndeftirlitskerfi sé til staðar. Einnig er algengt að helstu myndavélar sjáist saman á skjá í afgreiðslu þannig að starfsfólkið fái góða yfirsýn.

MISMUNANDI STÆRÐIR


2-4 Einfalt myndeftirlitskerfi með tveimur til fjórum myndavélum, upptökubúnaði og skjá. Hentugt fyrir minni fyrirtæki t.d. í verslun eða þjónustu þar sem verið er að vakta afgreiðslu eða afgreiðslukassa, vörumóttöku eða fá yfirsýn yfir verslunarsvæði.

4-8 Myndeftirlitskerfi í meðalstærð með fjórum til átta myndavélum, upptökubúnaði og skjá. Þar sem þörf er á mikilli vöktun vegna stærðar húsnæðis eða svæðis sem vakta á, vegna sérþarfa s.s. andlitsgreiningu viðskiptavina eða rýrnunareftirlits.

8-16 Stórt myndeftirlitskerfi samansett af átta til sextán myndavélum, upptökubúnaði og skjá. Hentar vel stærri fyrirtækjum og stofnunum s.s. skólum og sundstöðum.

16+ Myndeftirlitskerfi samansett af sextán eða fleiri myndavélum, upptökubúnaði og skjám. Möguleiki er að samtengja mörg myndeftirlitskerfi. Hentar vel stórum fyrirtækjum sem þarfnast mikils eftirlits og þess að myndeftirlit sé hluti af staðbundinni öryggisgæslu fyrirtækisins.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við erum tilbúnir í aðstoða þig við að finna þær lausnir best henta þér og þínu fyrirtæki.

Firmavörn

Í ljósi þess mikilvægis að huga vel að öryggismálum þíns fyrirtækis,  hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við aðstoðum þig við að finna þær lausnir sem best henta þínu fyrirtæki

FIRMAVÖRN

Firmavörn er beintengd stjórnstöð Securitas og gerir viðvart ef:

 • Reykur er í fyrirtækinu
 • Vatns- eða gasleki kemur upp
 • Óæskilegur umgangur er um fyrirtækið

 

VAKT
Sólarhringsvakt er í stjórnstöð og bregst starfsfólk samstundis við boðum og vinnur úr þeim eftir skýru verklagi. Securitas býr yfir fljótu og öruggu viðbragði, en allan sólarhringinn er fjöldi bíla á eftirlitsferðum og því er viðbragðstími lágmarkaður.

INNBROTAVIÐVÖRUN
Hreyfiskynjarar og skynjarar eru á hurðum og gluggum og senda boð um óæskilegan umgang til stjórnstöðvar og sírena á staðnum gerir viðvart.

BRUNAVÖRN
Reykskynjarar eru alltaf virkir og tengdir stjórnstöð Securitas.

 

SKYNJARAR Á LYKILSTÖÐUM
Firmavörn Securitas samanstendur af stjórneiningu, lyklaborði, sírenu og þeim fjölda skynjara sem henta hverju fyrirtæki. Firmavörnin er aðlöguð starfsemi þíns fyrirtækis m.t.t. starfsemi og stærðar þess.

GRUNNBÚNAÐUR FIRMAVARNAR SAMANSTENDUR AF:
Hreyfiskynjurum
Reykskynjurum
Hurðaskynjurum
Auk þessu má bæta við öðrum búnaði eins og nauðsyn þykir fyrir hvert fyrirtæki.

ENGINN STOFNKOSTNAÐUR
Fyrirtækið greiðir engan kostnað fyrir uppsetningu á Firmavörn. Kerfið er sett upp hratt og örugglega. Einungis er greitt mánaðarlegt leigugjald Firmavarnar sem felur í sér fjarvöktun kerfisins, viðhald þess og útköll öryggisvarða allan daga ársins. Gerður er þjónustusamningur um reglubundna úttekt kerfisins.