Fjarmyndavöktun

Securitas býður fjarmyndavöktun fyrir fyrirtæki og heimili. Með fjarmyndavöktun eru myndir sendar til stjórnstöðvar Securitas ef kerfið verður vart við óæskilegar mannaferðir og/eða bílferðir innan vaktsvæðis. Stjórnstöð Securitas tekur við boðunum og getur þannig staðfest innbrot eða aðra óæskilega hegðun á skjótan hátt og kallað til réttra viðbragða strax. Hægt er að kalla strax til lögreglu. Stjórnstöð Securitas tryggir einnig að myndeftirlitskerfið sé ávallt virkt.

Fjarmyndavöktun hentar einkar vel fyrir útisvæði, svo sem sundlaugar, bílaplön, byggingarsvæði og einnig til vöktunar innanhúss.
Fjarmyndavöktun byggir á myndeftirlitskerfum sem eru tengd við hreyfiskynjara eða notast er við myndgreiningarhugbúnað. Með fjarmyndavöktun Securitas er einnig boðið upp á fjarmyndaskoðunarferðir, þar sem stjórnstöð Securitas skoðar vaktsvæðið eftir samkomulagi.

  • Fjarmyndavöktun
  • Boð send til stjórnstöðvar
  • Myndræn staðfesting
  • Færri falsboð
  • Betra og skjótara viðbragð
  • Lítið um falsboð