Firmavörn

Firmavörn SecuritasÍ ljósi þess mikilvægis að huga vel að öryggismálum þíns fyrirtækis, hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við aðstoðum þig við að finna lausnir sem best henta þínu fyrirtæki.

Fyrst langar okkur að benda á lausn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.
Firmavörn er beintengd stjórnstöð Securitas og gerir viðvart ef:

  • Reykur er í fyrirtækinu
  • Vatns- eða gasleki kemur upp
  • Óæskilegur umgangur er um fyrirtækið 

Sólahringsvakt SecuritasVAKT
Sólarhringsvakt er í stjórnstöð og bregst starfsfólk samstundis við boðum og vinnur úr þeim eftir skýru verklagi. Securitas býr yfir fljótu og öruggu viðbragði, en allan sólarhringinn er fjöldi bíla á eftirlitsferðum og þannig er viðbragðstími lágmarkaður.

Innbrotaviðvörun SecuritasINNBROTAVIÐVÖRUN
Hreyfiskynjarar og skynjarar eru á hurðum og gluggum og senda boð um óæskilegan umgang til stjórnstöðvar og sírena á staðnum gerir viðvart.

Brunavörn SecuritasBRUNAVÖRN
Reykskynjarar eru alltaf virkir og tengdir stjórnstöð Securitas.

 

SKYNJARAR Á LYKILSTÖÐUM
Firmavörn Securitas samanstendur af stjórneiningu, lyklaborði, sírenu og þeim fjölda skynjara sem henta hverju fyrirtæki. Firmavörnin er aðlöguð starfsemi þíns fyrirtækis m.t.t. starfsemi og stærðar þess.

GRUNNBÚNAÐUR FIRMAVARNAR SAMANSTENDUR AF:
Hreyfiskynjurum
Reykskynjurum
Hurðaskynjurum
Auk þessu má bæta við öðrum búnaði eins og nauðsyn þykir fyrir hvert fyrirtæki.

ENGINN STOFNKOSTNAÐUR
Fyrirtækið greiðir engan kostnað fyrir uppsetningu á Firmavörn. Kerfið er sett upp hratt og örugglega. Einungis er greitt mánaðarlegt þjónustugjald sem felur í sér fjarvöktun kerfisins og viðhald þess. Gerður er þjónustusamningur um reglubundna úttekt kerfisins.