Verðmætaflutningar

Skipulagðir verðmætaflutningar hófust hjá Securitas 1987 og hafa árlega aukist mikið,  ekki síst vegna breyttrar þjóðfélagsgerðar  og aukinna verðmæta í umferð. Securitas hefur mætt aukinni þörf á verðmætaflutningum með fagmannlegri  og heilsteyptri þjónustu.

 

Að verðmætaflutningum starfar stór hópur velþjálfaðra öryggisvarða með bakgrunn úr gæslu og annarri neyðarþjónustu.

Þeir eru vel varðir með persónuöryggi, tæknibúnaði og rafrænni ferilvöktun sem er í höndum stjórnstöðvar Securitas  sem hefur yfirsýn á öryggi og staðsetningu allra  öryggisvarða í verðmætaflutningum .  Stjórnstöð Securitas grípur til viðbragða við öll frábrigði frá verkferlum.  Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir hámarksöryggi í samskiptum.

Innsýn í tegundir verðmætaflutninga:

DAGLEGIR FLUTNINGAR

Hentar þeim sem eru með mikla daglega veltu. Sérþjálfaðir öryggisverðir taka við þeirri fyrirhöfn og áhættu sem fylgir því að fara með uppgjör í banka.

AFRITUN OG VARSLA GAGNA

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki kaupi þá þjónustu að afritunarspólur úr tölvukerfi þess séu reglulega sendar til varðveislu utan fyrirtækisins. Ráðstafanir sem þessar koma í veg fyrir að upplýsingar úr tölvukerfi fyrirtækisins glatist við hugsanlegan bruna, innbrot eða skemmdarverk, vatnsleka eða aðra vá.

SÉRVERKEFNI

Securitas tekur að sér fjölmörg sértæk verkefni í verðmætaflutningum í tengslum við sérstaka álagstíma s.s. fyrir jól, útsölur, sýningar eða tónleikahald

ÁFYLLING Á HRAÐBANKA

Securitas hefur um árabil séð um áfyllingar á hraðbanka fyrir banka og fjármálastofnanir utan höfuðstöðva þeirra.

Securitas býður öruggan og áfallalausan flutning á verðmætum eftir skýrum og öguðum verkferlum ásamt formföstu eftirliti. Öryggi starfsfólks í flutningum er hámarkað og öll verðmæti sem eru flutt eru tryggð og því er áhætta verðmætaeiganda lágmörkuð.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við aðstoðum þig við að finna þær lausnir sem best henta þér og þínu fyrirtæki.