Farandgæsla

Farandgæsla er elsta þjónustuform Securitas og hefur verið grunnurinn að viðbragðsafli fyrirtækisins  allt frá stofnun þess 1979.

Öryggisverðir farandgæslu eru um fimmtíu á Höfuðborgarsvæðinu og sinna öryggisgæslu allan sólarhringinn,  alla daga ársins fyrir um tvö hundruð fyrirtæki og stofnanir.

Farandgæslan felur í sér að öryggisvörður hefur í sinni umsjá, tiltekin fyrirtæki og stofnanir sem og  ákveðin bæjarhluta sem telst til hans svæðis. Verklag farandgæslu er unnið í samráði við verkkaupa til að tryggja að væntingar séu í samræmi við þjónustuna.

Öryggisverðir farandgæslu hafa hlotið víðtæka þjálfun m.a. vegna  tæknibúnaðar, skyndihjálpar,  viðbragða við eldi og í fyrirbyggjandi vörnum auk þess sem stór hópur situr reglulega námskeið á vegum tæknisviðs Securitas. Þar er farið yfir meðferð og notkun tæknibúnaðar sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Þeir hafa skýrar verklagsreglur varðandi gæsluverkefni sín og eigið öryggi.

Starf öryggisvarðar í farandgæslu er fjölþætt. Farnar eru ferðir utanhúss með fyrirtækjum og tryggt að allt sé eins og það á að vera. Öryggisvörður fer inn í fyrirtækið og tryggir að frágangur sé í samræmi við verklagsreglur og óskir verkkaupa.  Má þar nefna sem dæmi; frágangur rafmagnstækja, lokun eftir vinnu dagsins, álestur mæla sem sýna virkni tækja utan vinnutíma, ásetning  og viðbrögð vegna viðvörunarkerfa og aðgangsstýring ef vinna er í einstökum hlutum fyrirtækisins.

Sérþekking öryggisvarða Securitas sem og þjálfun á aðstæður tiltekins viðskiptavinar standa bakvið merkingarnar „Securitas – vaktað“.

Stjórnstöð Securitas hefur yfirsýn yfir fjölda öryggisvarða farandgæslu og staðsetningu þeirra hverju sinni með ferilvöktun og stýrir þeim í útköllum ef aðstoðar er þörf.  Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir hámarksöryggi í samskiptum.

Verkferlar öryggisvarða segja til um fjölda ferða, tímabil gæslunnar innan sólarhrings,  hvað skal gert, viðbrögð við frávikum og hverja skal hafa samband við sé þess þörf.

Innra gæðaeftirlit Securitas fer yfir alla þætti í starfi öryggisvarðar. Það aðhald tryggir að farið sé eftir verklagi og að  þjónustan sé í samræmi við væntingar verkkaupa og  uppfylli gæðastaðal Securitas.