Eftirlitsmyndavélar

Þegar komið er inn á síðunar ætti að birsta live feed af einhverjum (allt að 4 stk) vélum sem sýna beint frá einhverjums stað.

Myndeftirlitskerfi Securitas veitir góða yfirsýn og gerir stjórnendum kleift að hafa eftirlit með húsakynnum, starfsemi og svæðum í kringum fyrirtæki sín. Betri yfirsýn, skoðun og eftirleit einstakra atburða og eignavarsla ásamt auknu öryggi starfsfólks og viðskiptavina eru helstu ástæður þess að velja öryggismyndavélar sem hluta af öryggiskerfi fyrirtækisins.

MYNDEFTIRLITSKERFI
Myndeftirlitskerfið samanstendur af mismunandi fjölda myndavéla sem settar eru upp víðsvegar um eftirlitssvæðið, upptökubúnaði og skjá. Kerfið tekur upp stafrænar upptökur, þegar hreyfing er fyrir framan myndavélarnar, sem vistaðar eru á upptökubúnaðinum.

EINFALT Í NOTKUN
Einfalt er að skoða upptökur myndeftirlitkerfisins og leita að atburði. Hægt er að setja upp marga notendur með mismunandi aðgangsheimildum til að takmarka aðgengi að myndeftirlitskerfinu og skoðun á einstökum upptökum.

FJARTENGING OG FJARSKOÐUN
Hægt er að tengjast myndeftirlitskerfinu í gegnum hefðbundna nettengingu. Með fjartengingunni er hægt að skoða myndir í rauntíma, skoða upptökur og framkvæma allar helstu aðgerðir.

ÝMSAR ÚTFÆRSLUR
Hægt er að setja saman ýmsar útfærslur af myndeftirlitskerfi. Algengt er t.d. að settur sé upp sjónvarpsskjár við inngang verslana og fyrirtækja þannig að viðskiptavinir verði varir við að virkt myndeftirlitskerfi sé til staðar. Einnig er algengt að helstu myndavélar sjáist saman á skjá í afgreiðslu þannig að starfsfólkið fái góða yfirsýn.

MISMUNANDI STÆRÐIR


2-4 Einfalt myndeftirlitskerfi með tveimur til fjórum myndavélum, upptökubúnaði og skjá. Hentugt fyrir minni fyrirtæki t.d. í verslun eða þjónustu þar sem verið er að vakta afgreiðslu eða afgreiðslukassa, vörumóttöku eða fá yfirsýn yfir verslunarsvæði.

4-8 Myndeftirlitskerfi í meðalstærð með fjórum til átta myndavélum, upptökubúnaði og skjá. Þar sem þörf er á mikilli vöktun vegna stærðar húsnæðis eða svæðis sem vakta á, vegna sérþarfa s.s. andlitsgreiningu viðskiptavina eða rýrnunareftirlits.

8-16 Stórt myndeftirlitskerfi samansett af átta til sextán myndavélum, upptökubúnaði og skjá. Hentar vel stærri fyrirtækjum og stofnunum s.s. skólum og sundstöðum.

16+ Myndeftirlitskerfi samansett af sextán eða fleiri myndavélum, upptökubúnaði og skjám. Möguleiki er að samtengja mörg myndeftirlitskerfi. Hentar vel stórum fyrirtækjum sem þarfnast mikils eftirlits og þess að myndeftirlit sé hluti af staðbundinni öryggisgæslu fyrirtækisins.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og við erum tilbúnir í aðstoða þig við að finna þær lausnir best henta þér og þínu fyrirtæki.