Brunavarnir

Við bjóðum upp á mikið úrval brunaviðvörunarkerfa frá NOTIFIER, allt frá einföldum rásaskiptum stöðvum upp í hliðrænar vistfangs stöðvar.

  • INERGEN slökkvikerfi
    INERGEN er hreinlegt, tærir ekki, lyktarlaust og litlaust. Það er umhverfisvænt og hefur engin skaðleg á ósonlagið.  INERGEN slekkur eld með því að minnka súrefnismagnið í herberginu niður fyrir 15%, (en við það mark logar ekki lengur í flestum brunaefnum). Samtímis verndar einkaleyfisháða koldíoxíð-blandan alla þá sem kynna að vera fastir inn í herberginu, frá því að finna fyrir neinnum áhrifum vegna minnkaðs súrefnismagns í herberginu.


Slökkvitækjaþjónusta

Slökkvitækjaþjónusta Securitas annast allt viðhald slökkvitæka fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ásamt kennslu á notkun tækjanna. Slökkvitæki sem ekki er skoðað og yfirfarið reglulega getur reynst ónothæft þegar á hólminn er komið. Duftið í tækjunum harðnar með tímanum og þrýstingur minnkað, auk þess sem tæki geta orðið fyrir hnjaski í flutningum. Ef þú veist ekki hvenær þitt slökkvitæki var yfirfarið síðast, komdu þá með það til okkar í Síðumúla 23 eða hafðu samband og við ráðleggjum þér varðandi næstu skref.

Þjónustuverið okkar er opið alla virka daga frá klukkan 8-17.                         Símanúmerið er 580-7100.

Öryggispakki 1.
Góður öryggispakki fyrir heimilið eða sumarhúsið. Einn með öllu. Inniheldur Purga-T sérsniðinn slökkvibúnað fyrir sjónvörp, tvo jóníska heimilisreykskynjara og einn optískan, og eldvarnarteppi fyrir eldhúsið.

Öryggispakki 2.
Góður öryggispakki fyrir heimilið eða sumarhúsið. Einn með öllu. Inniheldur 6 kg. ABC dufttæki, heimilisreykskynjara og eldvarnarteppi fyrir eldhúsið.

Öryggispakki 3.
Flottur pakki fyrir heimilið eða sumarhúsið. Hann inniheldur 6 kg. ABC dufttæki án mælis, Purga-T sérsniðinn slökkvibúnað fyrir sjónvarp og optískan reykskynjara fyrir heimilið.

6kg ABC dufttæki, með mæli Frábært duftslökkvitæki fyrir heimilið. Mjög uðvelt í notkun. Veggfesting fylgir.

6 l. léttvatnsslökkvitæki með mæli og festingu
Mjög gott og vandað léttvatnsslökkvitæki. Hentar vel á heimilum og í fyrirtækjum. Veggfesting fylgir. Öflugur dreifistútur sem gefur hámarksárangur.

9 l. léttvatnstæki með mæli og festingu
Mjög gott og vandað léttvatnsslökkvitæki. Hentar vel heimilum eða fyritækjum. Veggfesting fylgir. Öflugur dreifistútur sem gefur hámarksárangur. Tækið er einnig viðurkennt af Siglingastofnun Íslands sem aðaltæki um borð í skipum og bátum.

Eldvarnarteppi
Nauðsynlegt í eldhúsið heima og í sumarbústaðinn. Hafið ávallt eldvarnarteppi í eldhúsum þar sem teppið hentar sérstaklega vel í að slökkva elda á eldavél.

Heimilisreykskynjari, 9V Jónískur
Jónískur reykskynjari sem gengur á 9 v. rafhlöðu. Nauðsynlegt öryggistæki á hvert heimili. Skerandi væl úr reykskynjara getur bjargað mannslífum.

Heimilisreykskynjari, 9V Optískur
Optískur reykskynjari fyrir heimilið. Þessi skynjari hentar fyrir algengastu elda í heimahúsum. Sérstaklega góður til þess að greina kaldan reyk frá t.d. raftækjum eða rafmagnstöflu. Nauðsynlegt öryggistæki á öll heimili.

Gasskynjari
Wizmart gasskynjari, tilvalinn í sumarhúsið.  Skynjar metan-, própan- og bútangas.  Hentar vel í sumarbústaðinn og heimilið.  Nauðsynlegt fyrir þá sem eru með gaseldavélar.

Gasskynjari Flammex 230V
F-911 með snúru. Skynjar metan-, própan- og bútangas.  Hentar vel í sumarbústaðinn og heimilið.  Nauðsynlegt fyrir þá sem eru með gaseldavélar. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.