Eldhússlökkvikerfi

Ansul eldhússlökkvikerfi SecuritasSlökkvitæki - SecuritasEldsvoðar á veitingastöðum hafa valdið miklu tjóni. Eldur sem kviknar út frá eldunartækjum eða í fitu í háfi verður fljótt óviðráðanlegur.

Securitas býður slökkvikerfi í háfa frá Ansul. Við slökkviaðgerð þrýstir kerfið slökkvifroðu í gegnum stálpípur og úðastúta og dreifir henni yfir djúpsteikingapotta, yfir síur eldhúsháfsins og upp í loftstokka. Froðan er kælandi og þekur brennandi feitina og hindrar aðstreymi lofts. Froðan veldur efnahvarfi sem rýfur brunaferlið. Kerfið er virkt allan sólarhringinn. Froðan hefur lágt pH-gildi, inniheldur engin eiturefni og er algjörlega vistvæn. Eldhússlökkvikerfi