Einfalt og ítarlegt

Einföld uppsetning 
Uppsetning netþjóna er mjög einföld með hugbúnaði Avigilon Myndeftirlitskerfisins, „plug-and-play“ - einfaldara getur það ekki verið. Myndavélar eftirlitskerfisins tengja sig sjálfkrafa við netþjónana án frekari uppsetningar þannig að auðvelt er að setja upp nýtt kerfi hratt og örugglega.

 

Ítarleg stjórnun, eftirlit og skýrslugerð
Hægt er að skoða ítarlega upptökur frá kerfinu og útbúa skýrslur um einstaka atburði. Stjórnunaraðgangur getur verið lagskiptur fyrir notendur með mismunandi aðgangsheimildum. Þannig er hægt að takmarka aðgang notenda að rauntímamyndum sem og upptökum. Stýra má sjálfvirkri skýrslugjöf frá kerfinu á þann hátt að þegar boð koma frá viðvörunarkerfinu má t.d. stilla kerfið þannig að það sendi tölvupóst til viðbragðsaðila.