Öryggiskerfi

dsc heimavörn Securitas

Heimavörn Securitas byggist á notendavænu öryggiskerfi. DSC-öryggiskerfið er fullkomið fyrir heimili og smærri fyrirtæki enda áreiðanlegt og einstaklega fjölhæft. Öryggissérfræðingar Securitas setja kerfið upp hratt og örugglega og fjölskyldan er fljót að læra á það. Öryggiskerfið er beintengt stjórnstöð Securitas sem vaktar heimilið allan sólarhringinn, allan ársins hring.

Auðvelt í notkun

Það tekur enga stund að slökkva og kveikja á öryggiskerfinu. Hver og einn á heimilinu getur haft sinn fjögurra stafa einstaka kóða. Þannig er hægt að að sjá hver kveikir á kerfinu og slekkur á því. Að slá kóðann inn við útidyrahurðina verður fljótt eins sjálfsagt og að læsa á eftir sér.

Kostir öryggiskerfis

Hátæknilegt öryggiskerfi dregur ekki aðeins úr líkum á þjófnaði og innbrotum heldur einnig ef eldur verður laus eða í neyðartilfellum af öðru tagi. Inni í mánaðarlegu þjónustugjaldi  Heimavarnar er fjarvöktun kerfisins, viðhald þess og útköll öryggisvarða, hvenær sólarhringsins sem er, alla daga ársins.

Fjölhæft og áreiðanlegt

DCS-öryggiskerfið er með 8 innbyggðar víraðar rásir sem hægt er að fjölga í 32 rásir. Auk þess státar kerfið af 32 þráðlausum rásum sem gerir það einstaklega fjölhæft. Hægt er að skipta innbrotakerfinu upp i fjögur sjálfstæð svæði og tengja allt að átta talnaborðum. Kerfið er búið neyðarrafhlöðu sem heldur því virku í allt af sólarhring ef rafmagn fer af húsinu. Rafhlöðuending þráðlausra skynjara í kerfinu er afar góð, eða um þrjú ár. 

Kerfinu fylgir ítarleg og vönduð notendahandbók

 

Öryggiskerfi frá DCS:

Heimavörn Securitas

  • 8-32 rásir
  • 32 þráðlausar rásir
  • 4 svæði
  • 71 notendakóðar
  • 8 talnaborð
  • 2 forritanlegir útgangar